6. maí 2003

Hef unnið vel í dag, samdi próf og dæmasafn fyrir námskeið á laugardaginn(Talnatök).
Er mikið að skrifa varðandi algebruvefinn og ætla aðeins að huga að innihaldinu, síðan reyni ég að hafa vefinn einfaldan, því annars eyði ég svo miklum tíma í útlit því ég er ekki mjög smekkleg í svona list.
Gaman að skoða verkefnin hjá samnemendum í nkn. Það er í raun ótrúlegt hvað er að koma út úr þessu miðað við hvað við höfum í raun fengið fáar kennslustundir í vefsíðugerð.

5. maí 2003

Nú get ég sagt að ég hafi sinnt náminu vel í dag. Ég er nánast búin að sitja í 9 klst. frá tíu í morgun. Lagaði aðeins heimasíðuna, gerði hana léttari, setti inn nýjar myndir af krökkunum og fékk eina fallega mynd hjá mömmu sem hún tók út á Fitjum (í Njarðvík). Ég er búin að skrifa helling í algebrunni og vinn þetta allt í Word til að sjá flæðið í innihaldinu. Ég fíla ekki að skrifa beint í Dreamweaver þegar ég er með svona mikið efni... það er kannski bara vitleysa.
Á morgun ætla ég að gera stærðfræðiprófin klár, prófin eru 12. og 13. maí. Á laugardaginn verður síðasta námskeiðið hjá Talnatökum fyrir samræmda prófið sem er 12.maí.
Já ég er að útbúa vefleiðangur þar sem nemendur leita að upplýsingum um listamann/konu, létt og skemmtilegt grunnskólamiðað verkefni. Ákvað að hafa þetta einfalt og sé síðan hvernig það þróast. Þarf að laga utn verkefnin um siðferðið sem ég var búin að útbúa í febrúar. Þarf aðeins að laga uppsetningun á þeim.

26. apríl 2003

Núna var ég að koma heim af algebrunámskeiði. Ég er búin að vera með 4. námskeið fyrir samræmda prófið í stærðfræði. Krakkarnir voru látin meta hvert námskeið til að við gætum bætt okkar vinnubrögð. Í ljós kom að þau voru mjög ánægð og eflist maður bara við það. Þetta er búið að vera rosalega strembið en skemmtilegt.
Núna er næsta mál á dagskrá og það er að ljúka kennslu í BHS þrír dagar eftir og ég get ekki beðið... er ljótt að segja það???
En allavega þegar því er lokið taka verkefnin í NKN við og ég hlakka mikið til þess að einbeita mér að þeim.
Keðja Inga

24. apríl 2003

Gleðilegt sumar.
Já í dag er sumardagurinn fyrsti og ég var að kenna til 12:00. Ég hef ekkert sinnt vefsíðugerð eða vefleiðangrum. Ég er að ljúka við síðasta námskeiðið á laugardaginn í þessari námsskeiðslotu hjá Talnatökum, næstu námskeið verða í sumar fyrir miðskóla nemendur. Ég held ég hafi aldrei haft eins mikið að gera og núna sl. vikur en þetta gengur allt upp. Núna eftir helgi fer ég að sinna Algebru kennsluvefnum. Þar verða dæmi, greiningapróf, tenglar og gagnasöfn allt tengt algebru.
Hlakka til að hella mér í þá vinnu.
Námskeiðin hjá Talnatökum hafa gengið vel og nemendur verið ánægðir. Við látum þau meta námskeiðið í lokin til að fá vísbendingar um það sem betur mætti fara.
Annars má ég til að segja frá því að í gærkvöld var 20.ára fermingarafmælismót hjá árgangi 1969 í Njarðvík. Ég mætti að sjálfsögðu og það var svo gaman að hitta alla gömlu og góðu vinina. Við buðum gömlu kennurunum að koma og hitta okkur en enginn af þeim sá sér fært um það. Séra Þorvaldur Karl Helgason, presturinn okkar, hefur alltaf mætt en komst ekki í þetta sinn. Hans var saknað.
Sumir voru að hittast í fyrsta sinn eftir útskrift úr grunnskóla fyrir 17.árum. Við höfum hist á fimm ára fresti og vonandi breytist það ekki. Við vorum 33 sem mættum í og erum við 4 fermingarsystkin sem eigum tvíbura og margir sem eiga 3 börn. Tvíburaforeldra (Ég)13.ára stúlkur,(Svavar)7.ára stúlkur, (Munda)4 ára drengur og stúlka og (Bjarki)11.vikna drengir. Hvað er með þessar tvíburafæðingar fer þeim fjölgandi???

16. apríl 2003

Hef ekki gefið mér tíma til að blogga lengi. Er komin í páskafrí og ætla að eyða helginni í faðmi fagurra fjalla. Ætla að taka mér frí frá tölvum og stærðfræði og ekki koma nálægt vinnu fyrr en á þriðjudaginn. Stefnan er að ljúka við námskeið hjá Talnatökum fyrir mánaðarmót apríl -maí. Kennslu í BHS lýkur 30.apríl og þá hef ég góðan tíma til að sinna lokaverkefninu í NKN og gera einn vefleiðangur sem ég á eftir.

10. apríl 2003

Jæja senn líður að lotunni. Á föstud. verð ég líklega að koma seinna en ég hefði viljað.
Ég þarf að hitta einn hóp af nemum og síðan er dimmisjón á sal sem ég þyrfti eiginlega að vera viðstödd.
Ég verð allan tímann eftir hádegið á föstudaginn í KHÍ og allan laugardaginn.
Þessa dagana er ég með hugann við námskeiðið sem við hjá Talnatökum erum með í páskafríinu. Það er spennandi að sjá hvað við fáum marga þátttakendur en fjölmargir hafa farið á heimasíðuna okkar og eða hringt til að fá upplýsingar.Sjá hér á síðunni...
Eftir páskafrí mun ég hella mér í kennsluvefinn sem ég ætla að gera (í NKN) kringum UTN áfanga sem ég er að kenna. Það er hagnýtt verkefni og hlakka ég mikið til að vinna það og skipuleggja vel. Stefni á að nota það mikið við kennslu í áfanganum og námsefninu næsta haust 2003.


7. apríl 2003

prufa

5. apríl 2003

Heimaíðan mín er í einhverju klúðri núna hér í heimatölvunni en virkar á netinu. Þ.e. þegar ég ætla að senda efni á hana þá gerist ekkert.
Þarf að skoða það nánar.
Ætla að fara á Sól og Mána í kvöld í Borgarleikhúsinu.
Kv.Inga
Það gleður mig að tilkynna hér að heimasíða Talnataka er komin á vefinn.
Stærðfræðiskólinn Talnatök

4. apríl 2003

Jæja þá er komin föstudagur og í dag verð ég að kenna til 12:40 og fundur í skólanum frá 13:00 til 15:00. Síðan fundur varðandi námskeiðin og heimasíðuna fyrir Talnatök. Við verðum að ljúka við heimasíðuna í dag, því við auglýsum í mogganum á morgun.
Ég er ekki alveg viss hvað ég á að sýna hverjum.. næstu helgi hvort það var vefleiðangur eða kennsluvefur eða frjálst. Vonandi verður ekki mikill tími í að skoða vef og verkefni hjá öðrum því það er hægt að gera það á netinu. Ég ætla að skrifa Salvöru bréf í dag og fá að koma föstud. og laugar. það hentar betur út af stundatöflunni minni.

2. apríl 2003

Er sest við tölvuna einu sinni enn, fannst ég vera að fara í lotu um helgina. Smá fegin að það er ekki fyrr en næstu helgi. Fór í Árbæjarlaugina með Sigurberg sem er að sofna þessa stundina. Dæturnar ekki komnar heim síðan klukkan átta í morgun:skóli, spilatími,körfuboltaæfing, fótboltæfing og lúðrasveitaræfing til níu í tvöld. Þær fá kjarnmikla kjötsúpu þegar þær koma heim, (held ég hafi eldað fyrir 15.manns).
Nú ætla ég að sitja hér í einn og hálfan tíma, síðan á ég eftir að fara yfir dæmablöð sem ég lagði fyrir í dag. Var nefnilega með stærðfræðikeppni á milli hópa í fjarveru samkennara míns. Kenndi tveimur hópum í tveimur stofum. Það var gaman að sjá hvað sumir urðu virkir og fíluðu sig í botn. Ég held að nokkrir hafi aldrei reiknað eins mörg algebrudæmi í einni kennslustund og í morgun.
Það er kannski alveg dæmigert hvað ég geri sjaldan eitthvað svona skemmtilegt með nemendum mínum. Þetta er framhaldsskóli og maður bíður nemendum í framhaldsskóla ekki uppá hvað sem er. Það var einmitt það skemmtilega við grunnskólann að nemendurnir voru alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt og auðvelt að brjóta kennslustundirnar upp með leikjum, þrautum og fleiru.
Best að hætta í bili.
Jæja þá er dagsverkinu lokið, vann við algebrunámskeiðshlutann í 2 klst. Skrifaði nokkur tölvubréf, las bloggin hjá samnemendum og fór meira að segja inn á Webboardið sem ég hef gert mjög lítið af á þessari önn. Ég var alveg húkt á því fyrir jól. Ég sé samt að það er nú smá umræða í gangi núna svo kannski maður fari að fylgjast betur með og kannski að taka þátt.
Hef engar áhyggjur af PP í staðbundnu lotunni, gríp eitthvað með til að prófa þessa fínu tækni sem við fáum að kynnast.
En er komin dagskrá einhversstaðar sem ég veit ekki um? Ég þarf nefnilega eins og eflaust flestir að skipuleggja dagana varðandi vinnuna og börnin (hver á að sækja hvern og hvenær).
Þetta skýrist vonandi allt á morgun.
Kveðja
Inga

29. mars 2003

Er eiginlega búin að útbúa glærur fyrir næstu helgi en veit ekki alveg til hvers er ætlast. Á ég að útbúa hljóðglæru hér eða á námskeiðinu?
Sælt veri fólkið.
Nýr skóli hefur verið stofnaðu Talnatök sem er stærðfræðiskóli og eigandi er Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir. Ég mun vinna við þennan skóla og kenna á námskeiðum og taka að mér ýmiss konar verkefni. Við ætlum að bjóða uppá námskeið í apríl- maí fyrir nemendur sem eru að fara í samræmda prófið í stæ 12.maí og vilja þjálfa sig í ákveðnum þáttum. Námskeiðin sem í boði verða eru; Algebra, Rúmfræði, Talnareikningur og Prósentur. Einnig erum við að hugsa um stutt námskeið fyrir nemendur til að læra á vasareikna, af reynslu minni þá veitir ekki af að kenna þeim að nota þá. Einnig mun skólinn bjóða námskeið fyrir þá nemendur sem eru afburðagóðir í stæ.
Í sumar bjóðum við námskeið fyrir 10-12.ára.
Ég er semsagt þessa dagana að undirbúa námskeiðspakkann fyrir apríl-maí námskeiðin og hef gaman af.
Var á Hótel Sögu í nótt, vorum að halda uppá 5 ára brúðkaupsafmælið en við gistum þá einmitt í svítu á sögu og endurtókum það í gær. Maturinn í grillinu var guðdómlegur og gaman að hitta alls konar fólk á barnum á hótelinu. Einhverra hluta vegna snýst umræðan alltaf um fótbolta og það er bara skemmtilegt.
Ég ætla að skella mér á skíði í fyrramálið með soninn og manninn, þ.e. ef veðrið verður eins gott og það var í dag.
Ég vinn öll kvöld þessa dagana, á milli 21:00 og 23:30 bæði fyrir BHS, Talnatök og NKN. Ég reyni að nýta tímann á milli 17:00 og 21:00 í að versla, setja í vél, ganga frá, fara í sund með börnin (stundum), elda, borða (heilög stund) ganga frá, baða og svæfa og þá næ ég tölvutíma. Líkamsræktin er á morgnana frá 06:30 til 07:30. Ég ætla að reyna að hafa sunnudagana letidaga þar sem ég tek á móti ættingjum og vinum eða fer í heimsókn til vina og ættingja.

25. mars 2003

Er búin að skila til Sólveigar rannsóknarverkefninu, það fór ótrúlega mikill tími í það. Ég vona að ég hafi skilið þetta rétt, var ekki viss með kóðunina, en fæ þá væntanlega athugasemdir.
Fékk bréf í dag frá Salvöru, var einmitt búin að lesa moggann á sunnudaginn þar sem fjallað var um blogg. Ég hef einmitt verið að velta því fyrir mér í hvaða formi þetta blogg er. Ég er alltaf að rembast við að skrifa eitthvað varðandi námið sem er í raun svo lítill hluti af mínu lífi þessa dagana. Það er svo margt annað sem að hægt væri að skella fram, sem ég geri ekki á þessum vettvangi þar sem þetta er leiðabók í NKN.
Næst á dagskrá er semsagt Power Point verkefni glærushow sem ég virðist ekki hafa heyrt um fyrr. Greinilega ekki að taka eftir þó ég lesi öll bréf prenti út og striki undir með fjólubláa yfirstrikunarpennanum mínum. Allavega, ég er að hugsa um núna að gera glærur um, eitthvern einn þátt úr bókinni Talnapúkinn eftir Hans Magnus Enzensberger í þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar.

23. mars 2003

Þá er helgin liðin og best að huga að næstu viku, einungis þrjár kennsluvikur til páska og eins gott að vera með allt á hreinu. Eftir páska kennum við í fimm daga og þá koma prófdagar með öllu því stressi og skemmtilegheitum sem þeim fylgja.
Ég hef verið að slá inn stærðfræðidæmi alla helgina (rosalega skemmtilegt).
Fór í bæjarleikhúsið í gær með börnin að sjá Hobbit, við skemmtum okkur mjög vel. Flott sýning, búningarnir og allt alveg meiriháttar.
Barnaafmæli í dag hjá einum 10.ára frænda, í kvöld er það Óskarinn og er spurning hvort ég vaki svo lengi.
Ég er að undirbúa námskeið fyrir nemendur sem ætla í stærðfræðiprófið 12.maí. Öllum opið en takmarkaður aðgangur, veður auglýst nánar á útvarpsstöðum.
Er að hugsa um kennlsuvef tengdan UTN áfanga sem ég er að kenna. Nemendur hafa verið að gera verkefni frá mér sem virka vel og ég hafði meira að segja ekkert að gera í 3.kennslustundir í röð því þau unnu vel, skildu og lásu fyrirmælin og höfðu áhuga á verkefninu. Ég er að hugsa um að byggja kennsluvefin í kringum þessi verkefni.

17. mars 2003

Ég er viss um að það vantar einhverja, vegna þess að við vorum yfri 40 en ég er bara með lista yfir 34. nemendur.
Kveðja Inga
Hæ, ég setti alla bloggara í náminu á eina vefsíðu, ef þið eruð ekki á listanum væruð þið til í að láta mig vita. Það virðast einhverjir vera hættir???

16. mars 2003

o.k. prófa aftur, ég er búin að skila til Láru sjá Link hér til vinstri.

10. mars 2003

Ég sé það að ég verð að laga þetta blessaða blogg, þetta með eldra efni fer í taugarnar á mér. Þetta er eins og með jólakúluna sem hékk inn í stofu hjá mér þangað til í gærmorgun það tók mig 2 sekúndur að taka hana niður og ganga frá henni. Þannig verður þetta með tenginguna í eldra efnið ég bara nenni ekki að laga þetta núna. Á morgun segir sú lata.....
Þetta er einungis uppkast:
Guðmundur Birgisson var með fyrirlestur sem hann kallaði:
Er hægt að læra af reynslu annarra?
Hann talaði um að mikill áhugi væri meðal stærðfræðikennara að nýta UT. Enda voru held ég eingöngu stærðfræðikennarar á fyrirlestrinum og þeir fjölmenntu.
Hann talaði einnig um að lítið kæmi frá Þróunarskólum.

Eðlilegt að búa til þróunarverkefni til að búa til aðstæður. Þeir sem læra mest eru þróunarskólarnir sjálfir. Hann gekk semsagt út frá því til að við gætum lært af öðrum þá þyrftum við að vera með ákveðna þekkingu og reynslu.
Þetta var mjög létt og skemmtilegt og gaman að heyra hvernig hann hugsaði þetta. Tengdist UT að því leyti að öll værum við komin á ráðstefnuna til að miðla reynslu en hvað græðum við á því. Fer allt eftir því hversu vel undirbúin við erum.

Niðurstöður rannsóknum og þróunarverkefnum:
Rannsókn->alhæfð reynslusannindi
Þróunarverkefni->reynslusaga

Reynslusögur
v eru dæmi
v um hvað er hún dæmi,,, sbr. fyrirlestur GKÓ
v Þetta er dæmi um svo margt...
v saga
Hvernig lærum við af sögum?
v saga tvisvar sinnum mismunandi lærdóm
v skilingur áeigin veruleika til að læra
v skilningur á eigin kennslu er forsenda þess að læra af reynslusögum,...
v saga sem við l´sum fyrir 20.árum hefur aðra þýðingu í dag en þá...

Breytt hugarfar-

Venjuleg leið:
Bækur greinar, skýrslur og fleira ...umhverfið > förum heim og prófum.


Ný leið (Ég (fagmaðurinn,kennarinn), miðlæg...)
Kennslustofan
Rannsóknir
Kennarinn
Greining
Bækur, greinar, skýrslur
Guðmundur vildi meina að til að geta lært af öðrum þurfum við að vita töluvert um stöðu okkar og kennsluhætti. Eins og dæmi um kynningu á fjarkennslu til að geta lært af aðilanum sem hefur prófað fjarkennslu og kynnir á 10. mín þá þarf að vita heilmikið um fjarkennslu og búnað og hafa tækifæri til að öðlast þá færni sem að verið er að sýna. Dæmi um þróunarskólana sem að læra mest sjálfir á verkefninu en aðrir minna eða ekki neitt. Það þarf að skapa aðstæður og umhverfi til að hægt sé að læra af öðrum. Við lærum ekki á að lesa skýrslur, það verður enginn góður fjarkennari á að lesa skýrslur eða hvað??

Nefndi í lokin John Mahson (2002) Researching your own practice. Áhugaverð lesning.
Það var létt yfir fyrilestrinum og skemmtilegar pælingar, kennslufræðilega séð..
Guðmundur Kristján Óskarsson
Fjarkennsla í Hagnýtri stærðfræði I við Háskólann á Akureyri

Ég fór á fyrirlestur hjá Guðmundi Kristjáni Óskarssyni lektor við Háskólann á Akureyri.
Hann kennir stærfræði bæði fjarkennslu og staðbundna kennslu. Hann var með fyrirlesturinn um fjarkennsluna.
Forrit sem hann notaði mest Web CT (til að halda utan um allan pakkann (Virtual classroom)), Word, Acrobat, Power Point, Excel. Hættur að nota Power Point vegna mikillar vinnu með stærðfræðitáknin, tvíverknaður.
Á laugardögum var fjarfundur, talar við nemendur og svarar fyrirspurnum, nemendur hafa síðan aðgang að honum eftir þörfum. Á fjarfundunum notar hann skjalamyndavél til að varpa dæmum. Skjalamyndavél er þægileg og sparar mikinn tíma.
Web CT byggt upp þannig að nemendur hafa aðgang að öllu sem viðkemur áfanganum. Heimadæmum, sýnidæmum, útskýringum og myndbrotum. Allt efni fer inn á föstudögum í hverri viku. Guðmundur heldur 100% tímaáætlun sem gefin er út í upphafi annar. Efnið sem hann setur inn bætis á það sem fyrir er, eftir tvær vikur falla síðan verkefnin eldra efni. Eldra efni er síðan aðgengilegt fyrir nemendur eins og t.d. á blogginu hjá öllum (nema mér).
Video myndir - gallinnn – flutningsgeta + pláss. Passar núna að skjöl séu ekki stærri en 7-8 mb. Nemendur hringja strax eða senda tölvupóst og láta vita ef videomynd virkar ekki, sem segir að þau vilja nota þær og eru orðin vön þeim.
Framtíðin Lifandi myndir og gagnvirkar vefsíður, sem hann er ekki alveg komin með en er greinilega á góðri leið með að safna í gagnabanka uppá framtíðina.Táknin í dæmum vistar hann sem .gif myndir t.d. eitt krossapróf voru 120 gif myndir???
Talaði um að hafa allt læst fyrir óviðkomandi en myndböndin eru ekki inn áWeb CT vegna plássleysis. Þær geymir hann á netinu og vísar í þær frá Web CT.
Lítið er um brottfall fjarnemanna í áfanganum, góður árangur á prófum og nefndi hann prósentur því til stuðnings.
Rosalega mikil vinna, fékk í upphafi lítinn undirbúning, eina viku til að læra á Web CT og síðan henti hann sér út í kennslu. Hann vonar að með tímanum verði hann komin með það mikið efni á netið að undirbúningsvinnan verði minni.
Hann er ekki með neina fyrirmynd að skipulaginu heldur hefur byggt þetta allt á sínum hugmyndum.
Þetta leit vel út hjá honum og var gaman að hlusta á hann og sjá hvað hann er að gera, svona áfanga væri ég til í að taka, nánast bara til að prófa að vera hinumegin við borðið vera fjarnemi og vera síðan fjarkennari með reynslu eða þannig...
Ég var mjög ángæð að hafa farið þarna inn og hlustað á hann og nafna hans Birgisson.
Var að fá bréf þar sem fram kemur að við áttum að skila greinunum í gær. Ég ætla að skila þeim í kvöld, það verður þá bara að hafa það. Ég er búin að bæta við mig kennslu eins og asni. Er núna að kenna 36 tíma á viku og það munar alveg ótrúlega um þessa 6 tíma sem ég bætti á mig. Hef annars verið í vetrarfríi á skíðum í skálafelli og haft það ansi huggulegt. Var með síðbúna afmælisveislu (litli prinsinn 4.ára) í gær og var glatt á hjalla. Nú er semsagt fríinu lokið og best að vinda sér í verkefnin, er að kenna tíl 16:00 í dag og planið er að sitja í kvöld við tölvuna.
Kveðjur INGA

2. mars 2003

Ætla að sitja hér í smástund og taka saman helgina á UT fyrir norðan.
Ég var komin heim í gærkvöldi um níu og var bara nokkuð ánægð með tímasetninguna. Á Föstudaginn var setning hlustaði á fyrrum fartölvunema frá MA (Guðrún Þengilsdóttir). Síðan vinsæla málstofan í B6 sem slegist var um að komast inn í.Frosti Heimisson ... Námsefnið á netið (15-15:50). Kl 16:00-16:50 var Brynhildur Anna Ragnarsdóttir... Netnám og nemendasjálfstæði (tungumálanám fyrir nemendur í (9-10.bekk).
Á laugardeginum heyrði ég því miður aðeins 30mín af fyrirlestri Jóhanns Guðna Reynissonar ...Ég lifi í draumi.
Þá næst fór ég að heyra í þeim Guðmundi Kristjáni Óskarssyni... Fjarkennsla í Hagnýtri stærðfræði við Háskólann á Akureyri og Nafna hans Birgissyni sem gekk út frá því ...hvort hægt væri að læra af reynslu annarra?
Um ellefu var komið að Johan Strid .. living in the future, implications of the information age hann var í raun fínn fyrirlesari með mjög nýstárlegar glærur eingöngu myndir og lag sem byrjaði fyrirlesturinn og endaði. Síðan var hann með já og nei spjöld til að virkja salinn. Hann fékk því miður ekki nógu gott næði, það var kjaftagangur allt í kringum gryfjuna og hafði neikvæð áhrif.
Ég hlustaði að lokum á Monu Håkansson sem var frá IBM og fjallaði út frá ... E-learning in the modern society-Collaborative Interactive and Open standards, mjög spennandi sem hún var að segja frá.
Ég er með punkta um þetta allt saman en ætla nú að fara að vinna úr þessu og skila þegar að því kemur til Láru Stefánsdóttur sem verður með okkur næsta mánuðinn. Skrifa greinagerð úr tveimur málstofum eða fyrirlestrum.
Það er eitt sem ég verð að segja hér að ég er smá fúl út af staðbundnu lotunni í apríl, ég þarf þá að gefa nemendum mínum frí einn fimmtudaginn enn og það gengur alls ekki upp.
Ég er t.d. með tölvuhóp sem er tvisvar í viku þriðjud. og fimmtud. og þau eru þá að fara á mis við þá þjónustu sem þeim ber að fá. Ég ætti kannski bara að kenna þeim í fjarkennslu þennan dag.... Ég vil sjá staðbundnu loturnar eftir hádegi á föstud. og á laugard. frá 8-15 c.a. en þetta er bara mín skoðun.

26. febrúar 2003

´Jæja, ég hef ekki skrifað mikið, finnst ég oft ekkert hafa að segja varðandi námið. Er farin að undirbúa norðurferðina og ætla að halda uppá afmæli einkasonarins á morgun því að ég verð fjarverandi á afmælinu hans sem er á föstud.
Var að spá í að fá lánaða fartölvu hjá skólanum en er að hugsa um að sleppa því. Ég held ég sé í nokkuð góðum málum varðandi verkefnaskilin. Ég þarf reyndar að útbúa vefleiðangur til að nota í utn áfanga sem ég er að kenna.

23. febrúar 2003

Öll verkefni komin á sinn stað en nú þarf bara að ganga frá. Ég þarf bara að setjast niður og leysa nokkur vandamál eins og með png og gif og jpg. Ég veit ekki hvernig ég á að vista þetta öðruvísi en að setj rename og breyta png í gif eða jpg. Þetta þarf ég að skoða betur, ég veit þetta er einhversstaðar í upplýsingunum. Ég þarf bara að gefa mér miklu meiri tíma í þetta og gera leksíurnar sem Salvör er búin að senda það er örugglega best að læra af þeim, ef maður ætlar að gera þetta almennilega... ég fíla mig eins og algjöran viðvaning í þessu akkúrat núna....

17. febrúar 2003

Ég náði að gera nokkrar síður í dreamweaver en á eftir að uppfæra á vefnum. Mér finnst þetta alveg rosalega skemmtilegt og er alltaf að sjá nýja möguleika. Eina sem mig langar í núna er digital myndavél en það er s.s hægt að vinna alltaf með sömu myndirnar, en verður leiðinlegt til lengdar. Ég hugsa að ég fái myndir hjá mömmu sem hún er að taka á digital og vinna í photoshop í sýnu námi hjá Hafdísi Ólafsdóttur í BHS. Mamma er semsagt nemi á nýrri og spennandi braut fyrir bókasafnstækna. Þær eru nokkrar skemmtilegar myndir sem gaman er að nýta sem skraut á vef...og vinna með í fierworks.
Var að kenna í dag (eins og alla daga) nemendum á frontpage og núna er svo gaman hjá þeim að ég varð að reka þau út úr tölvuverinu og hlaupa í burtu nánast svo ég kæmist heim. Ég er semsagt búin að vera að þræla þeim í gegnum námsefnið og nú var komið að því að þau gerðu sinn eigin vef sem gekk svona líka vel.

14. febrúar 2003

Ég var að taka eftir því að eldra efni er ekki virkt hjá mér þannig að heimasíðan, kynningin og allt það er ekki með tengil.
Þetta þarf ég að laga...á morgun.
Er búin að vinna smá í Dreamweaver á heimatölvunni í kvöld. Tíminn flýgur svo hratt þegar ég sit við tölvuna, það er eins og maður missi allt tímaskyn. Ég er að hugsa um að nýta morgundaginn betur í námið ef dætur mínar verða svo elskulegar og fara út með litla bróður sinn.
Húsbóndinn skrapp til Spánar í morgun að skoða aðstæður fyrir knattspyrnulið sem fara í ferðir um páskana. Ég vona að helgin verði lengi að líða svo að maður nái að safna orku fyrir næstu törn í kennslunni.
Þakka Salvöru fyrir fínar síður sem hægt er að styðjast við og læra af. Ég er farin að hlakka til norðurferðarinnar og er að skoða dagskrána. Því miður kemst ég ekki í opna tímann í kennó á morgun sem er þriðji tíminn í boði. Fyrst mætti Salvör síðan Björn með Fierworks og á morgun skilst mér að Ólöf verði með innlögn varðandi leturgerðir. Þetta er frábært framtak hjá stjórnenda námskeiðsins og er ég viss um að margir fá heilmikið út úr því að notfæra sér þessa þjónustu. En koma tímar koma ráð....

13. febrúar 2003

Hvað tíminn flýgur. Nú fer ég að fá samviskubit yfir að vera ekki búin að vinna meira í vefunum. Ég hef semsagt ekkert gert síðan á sunnudaginn. Ég er samt alltaf að skoða hvað aðrir eru að gera og fá hugmyndir en þessi vika hefur bara farið í annað.


En gaman að segja frá því að ég er búin að kenna systur minni Sigríði Sesselju (16.ára) að fá sér svona blogg og hún er búin að setja könnun og gestabók og teljara og mynd án þess að ég kæmi þar nálægt. Krakkar eru ótrúlega fljótir að tileinka sér nýjungar.
Síðan erum við 1969 árgangurinn úr Njarðvíkunum að fara að hittast á 20.ára fermingarafmæli (í apríl) og ég gerði blogg fyrir það.
Ég kenni 15 stundir í tölvuverinu á viku og er semsagt alltaf við tölvuna og stundum get ég ekki hugsað mér að fara að vinna við tölvuna þegar ég kem heim. Þetta er nú spurning um skipulag.
Nú ætla ég að nota tímann á kvöldin þegar Sigurbergur (4.ára) er sofnaður því hann er ekki ánægður þegar mamma hans sest við tölvuna. Þá finnst honum ég vera leiðinleg mamma. Eru fleiri sem eiga börn sem eru að fá leið á að sjá mömmu eða pabba við tölvuna....

8. febrúar 2003

Er að skjótast til Njarðvíkur með börnin í barnaafmæli til bróðursonar míns. Síðan á að kíkja á elliheimilið til langafa og gista hjá ömmu og afa í kvöld á meðan við hjónin borðum þorramat og í hópi góðra vina.
Bjarni (eiginmaðurinn) fór á skíði í þessu yndislega veðri, vonandi komumst við öll síðar í vikunni.
Þannig að lítið verður úr námi í dag. Ég ætla að nota fyrripart dagsins á morgun að skipuleggja vefinn minnn og gera eitthvað að viti.
Bestu kveðjur og góða helgi.
Inga

5. febrúar 2003

Ég á því miður engar myndir af því ég á ekki vél, en hér eru þessar þrjár myndir komnar á sinn stað í bili. Ég ætla að bæta úr þessu síðar en þetta er jú bara æfing, ekki satt.
Kveðja Ingigerður
Þetta gekk ekki alveg nóg vel ég var að reyna að láta glugga eins og Salvör og Baldur eru með (skilaboðaskjóðu) en það gekk ekki og ég þarf að skoða þetta betur. Glugginn kom og ég gat lagað hann til en skilaboðin virkuðu ekki þannig að ég tók hann bara út aftur.
Kveðja Ingigerður
Prufa áður en ég laga skilaboðadótið hvort þetta virki örugglega ekki.
Jæja, þá er veturinn kominn fyrir alvöru hér á suðvesturhorninu. Nemendur úr BHS ætluðu á skíði í dag en það verður að bíða betri tíma, veðrið er kolvitlaust. Í dag er engin kennsla vegna skóhlífadaga nemenda og þá er allt starf skólans brotið upp. Ég ætla því að nota daginn í að vinna í vefnum mínum og sjá hvað ég kemst. Ég þarf bara að vera heima vegna þess MX pakkkinn er ekki á tölvunum hér (í skólanum).
Vonandi kemur eitthvað út úr þessu hjá mér. Ingibjörg er búin að gera mjög flotta síðu í fierworks og síðan sett saman í dreamweaver. Hún sýndi mér hvernig hún vann hana. Það var mjög gott því ég hélt að fierworks væri eingöngu til að vinna einstaka mynd en ekki öll þessi fínu myndbrot sem hún raðaði sýðan saman og útkoman er mjög flott.
Kveðjur Ingigerður

1. febrúar 2003

Smá forvitin að vita mætinguna í KHí í morgun. Ég vona að einhverjir hafi mætt og haft gagn af. Ég komst ekki vegna íþróttaskóla sonarins, knattspyrnuæfing og mót hjá stúlkunum og knattspyrnumót hjá manninum. Ég var semsagt bundin með börnin í þeirra tómstundum. Ég ætti kannski sjálf að skella mér í íþrótt en í staðin sest ég við tölvuna. Sjáumst vonandi næsta laugardag sem Salvör var búin að taka frá.
Kveðja Ingigerður

31. janúar 2003

Viðbót við tæknikynningu, ég mun síðar taka þetta saman í eitt skjal.
Eins og fram kom í kynningunni að neðan þá er ein tölva hér á heimilinu og eru allir fjölskyldumeðlimir tölvunotendur. Ég og maðurinn minn notum forrit til að undirbúa kennslu og fyrirlestra, powerpoint og word. Við kennum við sama skóla og þar er einnig fínn aðgangur að tölvum og vinnum við einnig mikið þar.
Tvíburarnir nota tölvuna töluvert við að vinna verkefni fyrir skólann og síðan eiga þær sín svæði í tölvunni þar sem þær hafa unnið ýmislegt sem að þær geyma má þar nefna ljóð, sögur og fleira.
Þær nota tölvuna þegar þær þurfa, þær fara á netið og kunna ýmislegt. Stubburinn á bænum á nokkra tölvubarnaleiki sem hann er reyndar ekkert spenntur fyrir þessa dagana. Það eina sem kemst að hjá honum er að vera Superman, Spiderman, Harry Potter eða Bósi Ljósár. Það er leiksýning hér á hverjum degi.
Já ....gemsanotkun hjá þessari fjölskyldu er með því fáránlegasta sem gerist, við erum fimm í fjölskyldunni og eigum sex símanúmer; heimasíma, húsbóndinn með tvö númer og tvo síma, ég með eitt númer og stelpurnar með sitthvort númerið og að sjálfsögðu sitthvorn símann. Þetta er nú bara fyndið. Hvað ætli Sigurbergur verði gamall þegar hann fær sinn einkasíma?
Ég ætlaði mér sko aldrei að fá mér svona tilbúna þörf (farsíma), eins og rafmagnsdósaoppnararnir sem er fáránlegasta uppgötvun allra tíma. En að sjálfsögðu á ég líka rafmagnsdósaopnara og nota hann mikið.
Ég reyndar er yfirleitt með símann á silent og nota hann oft sem fjarstýringu á börnin mín. Svona er bara nútímasamfélag. Þetta má vera tilbúin þörf en guð minn góður hvað hún er frábær. Þegar báðir foreldrar vinna úti og börnin eru í tómstundastarfi út um allan bæ.
Til gaman má geta að núna um jólin þá voru um 30 börn og fullorðnir húsinu og 18 símar. Það var mikið hlegið að þessu, fólk leggur símanna ekki einu sinni frá sér á jólunum.
Ég var að kaupa mér heimabíó, DVD og sjónvarpstæki og mikið er gaman að leika sér að þeim græjum. Ég þarf reyndar að læra aðeins betur á þá fjarstýringuna og stillingarnar en þetta kemur, nema hægt sé að skemma þetta.
Framtíðin:
Ég er engin spákona, þróunin er búin að vera svo hröð sl. ár á þessu tæknisvið að maður heldur alltaf að toppnum sé náð og bráðum fari allir að skrifa bréf aftur og fái leið á tölvupósti og þ.h. Ég hugsa að við þurfum að taka bílpróf uppá nýtt eftir nokkur ár þá verða bílarnir svo tölvuvæddir.
En á öllum heimilum verður tölva, eins og í dag er sjónvarp á öllum heimilum (og ekki bara eitt sjónvarpstæki).
Hvað verður um framkvöllunarfyrirtækin þegar prentarar og stafrænar myndavélar verða á mörgum heimilum.
Ég veit ekki með gps staðsetninga tæki verða þau jafnvinsæl og síminn, örugglega á Íslandi..
Ég vona að allir skólar eignist fjarskiptabúnað svo að langveik börn geti fylgst með bekkjarsystkinum sínum í gegnum netið. Ég sé öll elliheimili og aðrar stofnafnir með tölvuver þar sem íbúar þess geta verið í samskiptum við umheiminn (afi minn 87 er að flytja á elliheimili á morgun og tilfinningarnar eru blendnar).
Þetta var svona brain storming og eins og Salvör sagði þá er allt uppkast sem kemur hér og síðan tökum við þetta saman í frambærilega grein.
Njótið dagsins. Ingigerður
Ég hef ekkert skrifað hér lengi en hef verið að skoða leiðabækurnar hjá samnemendum mínum. Ég er einnig að prófa fierworks og dreamweaver. Það gengur ágætlega að vinna með þessi fínu forrit. En þetta er alveg rosalega tímafrekt, það fljúga klukkutímarnir þegar ég sit við tölvuna, þó ég sé ekkert að gera neitt að viti. Þessir dagar fara semsagt mest í að kynnast forritunum. Ég man að Salvör talaði um að innihaldið skipti meira máli en útlitið það ætla ég að hafa í huga. Ég verð þó að viðurkenna að MX pakkinn er það spennandi að maður dettur svolítið í tækniatriðin að sjálfsögðu til að reyna að læra sem mest.
Kveðja Ingigerður

28. janúar 2003

Nú hélt ég að ég fengi taugaáfall, ég er eiginlega enn með hjartslátt. Ég skil þetta bloggsvæði ekki alveg. Ég þóttist hafa fundið heimasíðu sem ég gerði á bloggsvæðinu og alveg óháð þessu bloggi. Ég opnaði síðuna í Dream- og vitið ég fór að henda öllu draslinu í burtu af þvi að ég ætlaði að gera alveg nýja en þá var þetta tengt blogginu og ég henti öllu þar í burtu.
En sem betur fer gat ég opnað þetta í edit your blog: og vistað einhvern veginn þennan blessaða html kóða þannig að þetta reddaðist.
Kveðja ein fiktóð

27. janúar 2003

Ég sá að Árni var komin með teljara svo að ég skellti mér bara á einn líka, þetta var nú frekar einfalt. Alltaf að læra eitthvað nýtt.
Hvernig væri að setja upp spjall einhversstaðar þar sem að einhver tengsl myndist í hópnum. Það eru margir með spurningar og fólk er að lenda í vandræðum með ýmislegt. Ég sjálf er búin að fikta út í eitt og er núna hætt að fikta í þessu bloggi og farin að prófa önnur blogg sem verða æfingablogg.
Það var svolítið öðruvísi að vera á Webboardinu þá fékk maður feedback frá samnemendum og sá hve margir voru búnir að kíkja en núna er svolítið eins og maður sé alltaf að tala við sjálfan sig. En það er svo sem bara í góðu lagi svona virkar bloggið og er í raun svolítið skemmtilegt form.
Kveðja Ingigerður
Mig langar að bæta við kynninguna mína að í fyrravetur þá vorum við hjónin með einn bíl og þ.a.l. þurfti að skipuleggja tímann betur. Þá verslaði ég mat- og hreinlætisvörur á netinu og fékk sent heim. Þetta var alveg rosalega þægilegt og er ég með lista í netversluninni sem er minn innkaupalisti og vel ég síðan það sem þarf.
Það leiðinlegasta sem ég geri er að fara í matvörubúð, þetta hefur því hentað mér alveg rosalega vel.
Heimabankarnir eru einnig mikið notaðir á mínu heimili og það er ansi langt síðan ég hef farið í bankaútibú.
Ég er að hugsa um að fjárfesta í ASDL núna á næstu dögum, skiptir einhverju máli hvar maður verslar þetta, fer ég ekki bara í símaútibú?
Ætli ég þurfi símvirkja til að koma og redda þessu fyrir mig?
Ég hef heyrt að þetta sé algjör draumur, þ.e. að vera með ASDl.
Kveðja Ingigerður
P.S ég fékk aðgangsorð að íslendingabók.is í dag og þetta er mjög áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á ættfræði. Ég er búin að liggja yfir þessu í dag.
Nú var ég aldeilis köld að prófa að setja svona samkiptaforrit inn á bloggið, ég get þá allavega hent því út vegna þess að ég stakk þessu bara á milli kóða og reyndi að muna hvað var á undan og eftir.
Kveðja Ingigerður

26. janúar 2003

Hér er fyrsta vefrallýið mitt, það er hugsað fyrir nýnema í skólanum mínum sem þurfa að kynna sér heimasíðu skólans. Skólanámsskráin er á netinu og allar upplýsingar sem nemendur þurfa. Bókalisti er t.d. eingöngu á netinu og nemendur verða því að nýta sér netið.
rally

Forsíða fyrir námsvef

Jæja þá er Salvör búin að hjálpa mér við að koma blogginu í lag aftur.
Ég er búin að setja eitt vefrallý og það er hægt að skoða það frá vefsíðunni minni.

25. janúar 2003

Tölvunotkun Ingigerðar frá 1994-2003. Mín þekking og reynsla í notkun tölva spannar eingöngu níu ár. Ég eignaðist fyrstu tölvuna mína 1997 vorönn þá var ég á síðasta ári í Kennó. Ég var ekki með nettengingu en var með prentara og ritvinnsluforritið sem ég notaði mikið sem og ýmis kennsluforrit sem að ég setti inní heimilistölvuna.

1994 settist í tölvuver KHÍ fékk netfang hjá Ísmennt til að geta verið í tölvusamskiptum við fatlaðan vin minn sem að ég kynntist í starfi mínu á Reykjalundi. Þessi vinur minn (látinn) var mikið fatlaður en notaði tölvuna í samskiptum við umheiminn. Hjá honum sá ég fyrst að hægt væri að nota tölvur sem samskiptatæki og yrkið var mjög vinsælt hjá honum og var þetta mjög framandi fyrir mér.

Þegar ég hóf nám í KHÍ var ég staðráðin að reyna að fá sem mest út úr kennurum og kynnast þeirri tækni sem að var að riðja sér rúms. Við fengum fá námskeið sem tengdust UT en í stærðfræðivalinu sem ég sótti var Anna Kristjánsdóttir að vinna spennandi þætti. Það má segja að hún hafi kynnt möguleika nets og forrita í námi og kennslu vel fyrir okkur.

Fyrir tilstuðlan Önnu þá tókum við nokkrir kennaranemar úr stærðfræðivali að okkur að kenna í skóla Ísaks Jónssonar. Þar voru tölvutímar einu sinni á dag og við hlóðum inn forritum og þjálfuðum börnin í hinum ýmsu færniþáttum. Mjög skemmtilegt og lærdómsríkt.

Fyrst þegar ég settist við tölvu í kennó, þá hvarf músarbendillinn af skjánum og ég galaði yfir stofuna að tölvan væri biluð því músin var farin. Þá trítlaði einn bekkjarfélagi minn til mín og sannfærði mig um það að þetta væri nú bara eindemis vitleysa, maður þyrfti að hreyfa músina og þá kæmi bendillinnn inn aftur.

1996 fór ég til Finnlands í háskólann þar með Guðbjörgu Helgu, Reyni S. og Önnu Kristjánsd. Þar opnaðist aftur nýr heimur þar sem verið var að vinna með video - ráðstefnu. (Video -Conferencing) kynntist fullt af skemmtilegu fólki sem var komið langt í að nýta UT við kennslu.

Í lok náms míns í KHÍ skrifuðum ég og Soffía Jóna Bjarnadóttir lokaritgerð sem fjallaði um UT í tungumálakennslu. Það var alveg ágæt ritgerð og kom Torfi Hjartarson (held ég fari með rétt föðurnafn, skoða það á eftir) að sem leiðbeinandi.

1999 fjárfesti ég síðan í Leo tölvu hjá ACO og hefur hún reynst mér vel. Ég hef keypt mér nokkrar handbækur (bensínstöðvabækurnar) og lært heilmikið á þeim Prentara keyptum við líka1999 (hann er reyndar bilaður núna (jan 2003).
Ég hef aldrei farið á formlegt tölvunámskeið, er semsagt sjálfmenntuð' í þessu fagi. Ég æði áfram og er óhrædd við að skoða og prófa forrit. Ég þyrfti kannski að slaka að eins á því núna 25.jan 2003 er ég þvílíkt búin að lenda í veseni með heimasíðuna mína, ég get ekki tengst ismennt til að laga og breyta eða setja nýtt efni inn. Er búin að vera sallaróleg yfir þessu og í gærkvöldi þegar ég hélt ég væri búin að finna út hvað ég gerði rangt þá virkaði ekki neitt og ég varð smá svekkt yfir því.

Ég er ekki með sítengingu en það stendur til bóta því að það er á tali hjá mér öll kvöld vegna línunnar.

Hef kennt á námskeiðum fyrir kennara í bæjarfélaginu mínu. Það var hugsað sem kynning á kennsluforritum og tölvuumhverfinu svo að kennarar gætu farið að nýta sér tölvurnar sem voru þá nokkrar eiginlega bara örfáar í skólanum.

Sá um tölvukost Gagnfræðaskólans í Mosfellsbæ 1997-2000. Kenndi fingrasetningu í 7-9.bekk, Word og Excel og html í 10.bekk. Reyndi að læða að forritum og kynningu á netinu eins og mögulegt var. Var með börn af sérnámsbrautum í sérstöku programmi í tölvuverinu.

2001 byrjaði að kenna töl 102 í BHS (sem viðbót við stærðfræðina) líkaði ágætlega og kenni núna UTN 102 og UTN 173 er semsagt með fjóra hópa í tölvuveri eða 15 kennslustundir á viku.

Í stærðfræði hef ég reynt að miðla nemendum mínum á heimasíður sem að tengjast náminu. Sumum nemendum hef ég lofað að fara í tölvuna í skólastofunni til að prófa sig áfram.

Ég vinn allt mitt kennsluefni í tölvunni þá aðallega Word og Power Point. Nú er ég að vista gömul wordskjöl sem html skjöl svo ég geti sett það á netið.

Ég er mikið í tölvusamskiptum við nemendur, foreldra og aðra kennara. Finnst það vera mjög þægileg og virk leið fyrir samskipti á þessum nótum.

Umsjónarnemendur mínur eru 17-18.ára á öðru ári á Náttúrufræðibraut, við útbjuggum bloggsvæði fyrir hópinn þar sem ég set inn skilaboð til þeirra um hver eigi að mæta í umsjóna og við hvern ég vill tala í það og það skipti og einnig áríðandi skilaboð. Þetta er nýtilkomið og vitum við ekki hvernig þetta mun virka. En nemendum mínum leist vel á að prófa að fá upplýsingar á þennan máta að viðbættum viðtalstímum sem ég hef.
Framtíðin... bæti því við síðar...
Bless bless