Ég hef ekkert skrifað hér lengi en hef verið að skoða leiðabækurnar hjá samnemendum mínum. Ég er einnig að prófa fierworks og dreamweaver. Það gengur ágætlega að vinna með þessi fínu forrit. En þetta er alveg rosalega tímafrekt, það fljúga klukkutímarnir þegar ég sit við tölvuna, þó ég sé ekkert að gera neitt að viti. Þessir dagar fara semsagt mest í að kynnast forritunum. Ég man að Salvör talaði um að innihaldið skipti meira máli en útlitið það ætla ég að hafa í huga. Ég verð þó að viðurkenna að MX pakkinn er það spennandi að maður dettur svolítið í tækniatriðin að sjálfsögðu til að reyna að læra sem mest.
Kveðja Ingigerður