29. júní 2006

Blómaræktandinn

Um miðjan maí fórum við mamma í Garðheima og ég keypti allskonar fræ og plastílát til að rækta blóm. Sólblóm og kryddjurtir og eitthvað fleira fallegt. Ég man nefnilega eftir því að þegar ég var fyrir austan hjá tengdamömmu þá var kona í næsta húsi svo rosalega myndarleg að rækta svona blóm í jógúrtdollum í bílskúrnum hjá sér.
Til að gera langa sögu stutta þá fengum við mamma hláturskast í dag þegar hún rak augun í ræktunina inní bílskúr. Blómin fínu líta út eins og arfi í dollu eftir allan þennan tíma og svo er hluti af þessu uppþornað. Ég hef ekki græna fingur eða hvað þarf til að rækta blóm, þetta er vægast sagt hryllingur.
Nú fer að styttast í það að Sara máli myndina á bílskúrinn hjá okkur, þá munum við drekka morgunkaffi með fjörðinn fagra fyrir augum. Við ættum kannski að láta hana mála mynd af Vestmannaeyjum á einhvern annan vegg. Það væri skemmtilegt.
Gervigrasið fína sem Bjarni keypti af Færeyingnum hressa verður sett á lóðina núna í júlí og þá á bara eftir að skipuleggja hvernig við ætlum að hafa hellulögnina og hvernig lóðin verður að sunnanverðu. Ætli við náum að klára þetta fyrr en næsta sumar 2007.
Markmið að lóðin verði fullkláruð fyrir 50 ára afmælið hans Bjarna janúar 2008.
Kveðja Inga

Sumarfrí

Nú er ég búin að vera í tvær vikur í sumarfríi frá kennslu.
Fyrst var það ein vika á Mallorka og daginn eftir að ég kom að utan brunaði ég beint á Skagann til að vera með Sigurbergi á fótboltamóti. Þar gisti ég eina nótt í skólastofunni með strákunum í Njarðvíkurliðinu. Á laugardaginn héldum við svo uppá 70 ára afmælið hans tengdapabba og það var svo gaman. Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar komu í veisluna og sungu nokkur lög, þau eru bara frábær. Ég var reyndar rosalega lasin vegna frjókornaofnæmisins akkúrat þetta kvöld, hélt að frjótíminn væri liðinn. Ekkert smá svekkt því ég var búin að vera svo góð á Mallorka og Akranesi en um leið og ég kom til Reykjavíkur þá helltist ofnæmið yfir mig.
1.júlí ætlum við að skjótast í (2 sinnum 50 ára) afmæli vestur á Ísafjörð og 7.júlí förum við austur að Kirkjubæjarklaustri á ættarmót. Ég ætla svo að fara upp í sumarbústað eftir miðjan júlí þá ætti ég að geta verið þar án þess að eiga á hættu að enda á sjúkrahúsi vegna ofnæmisins.
Annars er ég að lesa aftur bókina Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn eftir Robin Sharma. mér finnst hún alveg æðisleg. Fær mann til að pæla svolítið í hvernig lífi maður vill lifa.
Kveðja Inga

22. júní 2006

Á göngu uppá virkinu.


Alda, Sigurbergur og mamma. Posted by Picasa

Á leið út að borða 21.júní 2006

Alda, ég og Sigurbergur síðasta kvöldið á Alcudia. Posted by Picasa

Ferðafélagar

Alda og Mamma á Alcudia 20.júní 2006. Posted by Picasa

Sigurbergur á Pony- hesti 21.júní 2006

 Posted by Picasa

Ég, Sigurberg,

Posted by Picasa

Mallorca 2006


Við Sigurbergur, komum heim frá Mallorka í dag. Ferðin var yndisleg, frábært veður, gott hótel á frábærum stað, geggjaður matur og súper skemmtilegir ferðafélagar (mamma og Alda frænka). Hvers er hægt að óska sér frekar : )
Hér koma nokkrar myndir.