26. febrúar 2003

´Jæja, ég hef ekki skrifað mikið, finnst ég oft ekkert hafa að segja varðandi námið. Er farin að undirbúa norðurferðina og ætla að halda uppá afmæli einkasonarins á morgun því að ég verð fjarverandi á afmælinu hans sem er á föstud.
Var að spá í að fá lánaða fartölvu hjá skólanum en er að hugsa um að sleppa því. Ég held ég sé í nokkuð góðum málum varðandi verkefnaskilin. Ég þarf reyndar að útbúa vefleiðangur til að nota í utn áfanga sem ég er að kenna.

23. febrúar 2003

Öll verkefni komin á sinn stað en nú þarf bara að ganga frá. Ég þarf bara að setjast niður og leysa nokkur vandamál eins og með png og gif og jpg. Ég veit ekki hvernig ég á að vista þetta öðruvísi en að setj rename og breyta png í gif eða jpg. Þetta þarf ég að skoða betur, ég veit þetta er einhversstaðar í upplýsingunum. Ég þarf bara að gefa mér miklu meiri tíma í þetta og gera leksíurnar sem Salvör er búin að senda það er örugglega best að læra af þeim, ef maður ætlar að gera þetta almennilega... ég fíla mig eins og algjöran viðvaning í þessu akkúrat núna....

17. febrúar 2003

Ég náði að gera nokkrar síður í dreamweaver en á eftir að uppfæra á vefnum. Mér finnst þetta alveg rosalega skemmtilegt og er alltaf að sjá nýja möguleika. Eina sem mig langar í núna er digital myndavél en það er s.s hægt að vinna alltaf með sömu myndirnar, en verður leiðinlegt til lengdar. Ég hugsa að ég fái myndir hjá mömmu sem hún er að taka á digital og vinna í photoshop í sýnu námi hjá Hafdísi Ólafsdóttur í BHS. Mamma er semsagt nemi á nýrri og spennandi braut fyrir bókasafnstækna. Þær eru nokkrar skemmtilegar myndir sem gaman er að nýta sem skraut á vef...og vinna með í fierworks.
Var að kenna í dag (eins og alla daga) nemendum á frontpage og núna er svo gaman hjá þeim að ég varð að reka þau út úr tölvuverinu og hlaupa í burtu nánast svo ég kæmist heim. Ég er semsagt búin að vera að þræla þeim í gegnum námsefnið og nú var komið að því að þau gerðu sinn eigin vef sem gekk svona líka vel.

14. febrúar 2003

Ég var að taka eftir því að eldra efni er ekki virkt hjá mér þannig að heimasíðan, kynningin og allt það er ekki með tengil.
Þetta þarf ég að laga...á morgun.
Er búin að vinna smá í Dreamweaver á heimatölvunni í kvöld. Tíminn flýgur svo hratt þegar ég sit við tölvuna, það er eins og maður missi allt tímaskyn. Ég er að hugsa um að nýta morgundaginn betur í námið ef dætur mínar verða svo elskulegar og fara út með litla bróður sinn.
Húsbóndinn skrapp til Spánar í morgun að skoða aðstæður fyrir knattspyrnulið sem fara í ferðir um páskana. Ég vona að helgin verði lengi að líða svo að maður nái að safna orku fyrir næstu törn í kennslunni.
Þakka Salvöru fyrir fínar síður sem hægt er að styðjast við og læra af. Ég er farin að hlakka til norðurferðarinnar og er að skoða dagskrána. Því miður kemst ég ekki í opna tímann í kennó á morgun sem er þriðji tíminn í boði. Fyrst mætti Salvör síðan Björn með Fierworks og á morgun skilst mér að Ólöf verði með innlögn varðandi leturgerðir. Þetta er frábært framtak hjá stjórnenda námskeiðsins og er ég viss um að margir fá heilmikið út úr því að notfæra sér þessa þjónustu. En koma tímar koma ráð....

13. febrúar 2003

Hvað tíminn flýgur. Nú fer ég að fá samviskubit yfir að vera ekki búin að vinna meira í vefunum. Ég hef semsagt ekkert gert síðan á sunnudaginn. Ég er samt alltaf að skoða hvað aðrir eru að gera og fá hugmyndir en þessi vika hefur bara farið í annað.


En gaman að segja frá því að ég er búin að kenna systur minni Sigríði Sesselju (16.ára) að fá sér svona blogg og hún er búin að setja könnun og gestabók og teljara og mynd án þess að ég kæmi þar nálægt. Krakkar eru ótrúlega fljótir að tileinka sér nýjungar.
Síðan erum við 1969 árgangurinn úr Njarðvíkunum að fara að hittast á 20.ára fermingarafmæli (í apríl) og ég gerði blogg fyrir það.
Ég kenni 15 stundir í tölvuverinu á viku og er semsagt alltaf við tölvuna og stundum get ég ekki hugsað mér að fara að vinna við tölvuna þegar ég kem heim. Þetta er nú spurning um skipulag.
Nú ætla ég að nota tímann á kvöldin þegar Sigurbergur (4.ára) er sofnaður því hann er ekki ánægður þegar mamma hans sest við tölvuna. Þá finnst honum ég vera leiðinleg mamma. Eru fleiri sem eiga börn sem eru að fá leið á að sjá mömmu eða pabba við tölvuna....

8. febrúar 2003

Er að skjótast til Njarðvíkur með börnin í barnaafmæli til bróðursonar míns. Síðan á að kíkja á elliheimilið til langafa og gista hjá ömmu og afa í kvöld á meðan við hjónin borðum þorramat og í hópi góðra vina.
Bjarni (eiginmaðurinn) fór á skíði í þessu yndislega veðri, vonandi komumst við öll síðar í vikunni.
Þannig að lítið verður úr námi í dag. Ég ætla að nota fyrripart dagsins á morgun að skipuleggja vefinn minnn og gera eitthvað að viti.
Bestu kveðjur og góða helgi.
Inga

5. febrúar 2003

Ég á því miður engar myndir af því ég á ekki vél, en hér eru þessar þrjár myndir komnar á sinn stað í bili. Ég ætla að bæta úr þessu síðar en þetta er jú bara æfing, ekki satt.
Kveðja Ingigerður
Þetta gekk ekki alveg nóg vel ég var að reyna að láta glugga eins og Salvör og Baldur eru með (skilaboðaskjóðu) en það gekk ekki og ég þarf að skoða þetta betur. Glugginn kom og ég gat lagað hann til en skilaboðin virkuðu ekki þannig að ég tók hann bara út aftur.
Kveðja Ingigerður
Prufa áður en ég laga skilaboðadótið hvort þetta virki örugglega ekki.
Jæja, þá er veturinn kominn fyrir alvöru hér á suðvesturhorninu. Nemendur úr BHS ætluðu á skíði í dag en það verður að bíða betri tíma, veðrið er kolvitlaust. Í dag er engin kennsla vegna skóhlífadaga nemenda og þá er allt starf skólans brotið upp. Ég ætla því að nota daginn í að vinna í vefnum mínum og sjá hvað ég kemst. Ég þarf bara að vera heima vegna þess MX pakkkinn er ekki á tölvunum hér (í skólanum).
Vonandi kemur eitthvað út úr þessu hjá mér. Ingibjörg er búin að gera mjög flotta síðu í fierworks og síðan sett saman í dreamweaver. Hún sýndi mér hvernig hún vann hana. Það var mjög gott því ég hélt að fierworks væri eingöngu til að vinna einstaka mynd en ekki öll þessi fínu myndbrot sem hún raðaði sýðan saman og útkoman er mjög flott.
Kveðjur Ingigerður

1. febrúar 2003

Smá forvitin að vita mætinguna í KHí í morgun. Ég vona að einhverjir hafi mætt og haft gagn af. Ég komst ekki vegna íþróttaskóla sonarins, knattspyrnuæfing og mót hjá stúlkunum og knattspyrnumót hjá manninum. Ég var semsagt bundin með börnin í þeirra tómstundum. Ég ætti kannski sjálf að skella mér í íþrótt en í staðin sest ég við tölvuna. Sjáumst vonandi næsta laugardag sem Salvör var búin að taka frá.
Kveðja Ingigerður