10. mars 2003

Guðmundur Kristján Óskarsson
Fjarkennsla í Hagnýtri stærðfræði I við Háskólann á Akureyri

Ég fór á fyrirlestur hjá Guðmundi Kristjáni Óskarssyni lektor við Háskólann á Akureyri.
Hann kennir stærfræði bæði fjarkennslu og staðbundna kennslu. Hann var með fyrirlesturinn um fjarkennsluna.
Forrit sem hann notaði mest Web CT (til að halda utan um allan pakkann (Virtual classroom)), Word, Acrobat, Power Point, Excel. Hættur að nota Power Point vegna mikillar vinnu með stærðfræðitáknin, tvíverknaður.
Á laugardögum var fjarfundur, talar við nemendur og svarar fyrirspurnum, nemendur hafa síðan aðgang að honum eftir þörfum. Á fjarfundunum notar hann skjalamyndavél til að varpa dæmum. Skjalamyndavél er þægileg og sparar mikinn tíma.
Web CT byggt upp þannig að nemendur hafa aðgang að öllu sem viðkemur áfanganum. Heimadæmum, sýnidæmum, útskýringum og myndbrotum. Allt efni fer inn á föstudögum í hverri viku. Guðmundur heldur 100% tímaáætlun sem gefin er út í upphafi annar. Efnið sem hann setur inn bætis á það sem fyrir er, eftir tvær vikur falla síðan verkefnin eldra efni. Eldra efni er síðan aðgengilegt fyrir nemendur eins og t.d. á blogginu hjá öllum (nema mér).
Video myndir - gallinnn – flutningsgeta + pláss. Passar núna að skjöl séu ekki stærri en 7-8 mb. Nemendur hringja strax eða senda tölvupóst og láta vita ef videomynd virkar ekki, sem segir að þau vilja nota þær og eru orðin vön þeim.
Framtíðin Lifandi myndir og gagnvirkar vefsíður, sem hann er ekki alveg komin með en er greinilega á góðri leið með að safna í gagnabanka uppá framtíðina.Táknin í dæmum vistar hann sem .gif myndir t.d. eitt krossapróf voru 120 gif myndir???
Talaði um að hafa allt læst fyrir óviðkomandi en myndböndin eru ekki inn áWeb CT vegna plássleysis. Þær geymir hann á netinu og vísar í þær frá Web CT.
Lítið er um brottfall fjarnemanna í áfanganum, góður árangur á prófum og nefndi hann prósentur því til stuðnings.
Rosalega mikil vinna, fékk í upphafi lítinn undirbúning, eina viku til að læra á Web CT og síðan henti hann sér út í kennslu. Hann vonar að með tímanum verði hann komin með það mikið efni á netið að undirbúningsvinnan verði minni.
Hann er ekki með neina fyrirmynd að skipulaginu heldur hefur byggt þetta allt á sínum hugmyndum.
Þetta leit vel út hjá honum og var gaman að hlusta á hann og sjá hvað hann er að gera, svona áfanga væri ég til í að taka, nánast bara til að prófa að vera hinumegin við borðið vera fjarnemi og vera síðan fjarkennari með reynslu eða þannig...
Ég var mjög ángæð að hafa farið þarna inn og hlustað á hann og nafna hans Birgisson.