26. júlí 2007

Sólarsamba

Hæ hæ
Sumarið flýgur áfram, við erum búin að mála húsið og tyrfa, núna er bara verið að bíða eftir möl til að setja í stóru blómakerin.
Stelpurnar vinna á fullu í Bláa Lóninu og eru rosalega duglegar. Sigurbergur æfir fótbolta af krafti og við Bjarni erum í endalausu sumarfríi. Ég byrjaði að hlaupa fyrir viku síðan. Núna hleyp ég hringinn í kringum fjallið Þorbjörn og er búin að bæta tímann minn um 5.mín frá því ég hljóp hann fyrst.
Áðan hljóp ég í kringum Seltjörn en það var alltof stuttur hringur, hefði átt að hlaupa yfir brautina og hlaupa Háabjalla hringinn líka. Geri það næst : )
Árskortið mitt í Bláa Lóninu rann út í dag og finnst mér það alveg hræðileg tilhugsun að eiga ekki kort í lónið. Ég fjárfesti alveg pottþétt í nýju eftir helgi svo ég geti haldið áfram að dekra við mig. Mamma kemur heim af sjúkrahúsinu á laugardaginn og við systurnar þrifum aðeins fyrir hana á Holtsgötunni. Það er svo gott að koma heim í hreint og fínt húsið. Ég man að mamma gerði þetta einhverntímann fyrir mig.
Er annars að lesa og lesa fyrir Viðskiptasiðfræði námið og það leggst mjög vel í mig að fara aftur á skólabekk í haust.
kveðja að sinni
Ingigerður