31. janúar 2003

Viðbót við tæknikynningu, ég mun síðar taka þetta saman í eitt skjal.
Eins og fram kom í kynningunni að neðan þá er ein tölva hér á heimilinu og eru allir fjölskyldumeðlimir tölvunotendur. Ég og maðurinn minn notum forrit til að undirbúa kennslu og fyrirlestra, powerpoint og word. Við kennum við sama skóla og þar er einnig fínn aðgangur að tölvum og vinnum við einnig mikið þar.
Tvíburarnir nota tölvuna töluvert við að vinna verkefni fyrir skólann og síðan eiga þær sín svæði í tölvunni þar sem þær hafa unnið ýmislegt sem að þær geyma má þar nefna ljóð, sögur og fleira.
Þær nota tölvuna þegar þær þurfa, þær fara á netið og kunna ýmislegt. Stubburinn á bænum á nokkra tölvubarnaleiki sem hann er reyndar ekkert spenntur fyrir þessa dagana. Það eina sem kemst að hjá honum er að vera Superman, Spiderman, Harry Potter eða Bósi Ljósár. Það er leiksýning hér á hverjum degi.
Já ....gemsanotkun hjá þessari fjölskyldu er með því fáránlegasta sem gerist, við erum fimm í fjölskyldunni og eigum sex símanúmer; heimasíma, húsbóndinn með tvö númer og tvo síma, ég með eitt númer og stelpurnar með sitthvort númerið og að sjálfsögðu sitthvorn símann. Þetta er nú bara fyndið. Hvað ætli Sigurbergur verði gamall þegar hann fær sinn einkasíma?
Ég ætlaði mér sko aldrei að fá mér svona tilbúna þörf (farsíma), eins og rafmagnsdósaoppnararnir sem er fáránlegasta uppgötvun allra tíma. En að sjálfsögðu á ég líka rafmagnsdósaopnara og nota hann mikið.
Ég reyndar er yfirleitt með símann á silent og nota hann oft sem fjarstýringu á börnin mín. Svona er bara nútímasamfélag. Þetta má vera tilbúin þörf en guð minn góður hvað hún er frábær. Þegar báðir foreldrar vinna úti og börnin eru í tómstundastarfi út um allan bæ.
Til gaman má geta að núna um jólin þá voru um 30 börn og fullorðnir húsinu og 18 símar. Það var mikið hlegið að þessu, fólk leggur símanna ekki einu sinni frá sér á jólunum.
Ég var að kaupa mér heimabíó, DVD og sjónvarpstæki og mikið er gaman að leika sér að þeim græjum. Ég þarf reyndar að læra aðeins betur á þá fjarstýringuna og stillingarnar en þetta kemur, nema hægt sé að skemma þetta.
Framtíðin:
Ég er engin spákona, þróunin er búin að vera svo hröð sl. ár á þessu tæknisvið að maður heldur alltaf að toppnum sé náð og bráðum fari allir að skrifa bréf aftur og fái leið á tölvupósti og þ.h. Ég hugsa að við þurfum að taka bílpróf uppá nýtt eftir nokkur ár þá verða bílarnir svo tölvuvæddir.
En á öllum heimilum verður tölva, eins og í dag er sjónvarp á öllum heimilum (og ekki bara eitt sjónvarpstæki).
Hvað verður um framkvöllunarfyrirtækin þegar prentarar og stafrænar myndavélar verða á mörgum heimilum.
Ég veit ekki með gps staðsetninga tæki verða þau jafnvinsæl og síminn, örugglega á Íslandi..
Ég vona að allir skólar eignist fjarskiptabúnað svo að langveik börn geti fylgst með bekkjarsystkinum sínum í gegnum netið. Ég sé öll elliheimili og aðrar stofnafnir með tölvuver þar sem íbúar þess geta verið í samskiptum við umheiminn (afi minn 87 er að flytja á elliheimili á morgun og tilfinningarnar eru blendnar).
Þetta var svona brain storming og eins og Salvör sagði þá er allt uppkast sem kemur hér og síðan tökum við þetta saman í frambærilega grein.
Njótið dagsins. Ingigerður