23. júní 2008

Hópsnesganga





Ég, mamma og Sigurbergur skelltum okkur í göngu með Nanný (Rannveig Garðarsdóttir) um Hópsnes. Nanný skipuleggur gönguferðir í sumar um Reykjanesið. Farið er frá SBK á miðvikudögum kl.19:00.

Mamma og pabbi voru mjög dugleg að fara með okkur systkinin á Reykjanesfólksvanginn þegar við vorum að alast upp, en ég man ekki eftir að hafa farið Hópsnesið áður.
Sigurbergi fannst mjög tilkomumikið að sjá skipsflökin sem höfðu kastast upp í fjöruna af miklu afli.

22. júní 2008

mamma mamma


Mæður, systur og dætur fóru saman á mamma mamma í Hafnarfjarðarleikhúsinu í lok maí. Mamma bauð okkur dætrum sínum (mér og Siggu) og dótturdætrum (Bryndís og Brynja) á leikritið mammamamma.
Það var bæði hlegið og grátið, frábært leikrit.

Vinna og veislur











Aldarminning um ömmu mína Sigríði Sesselju Hafliðadóttir. Hún fæddist 17. júní 1908 og lést 1984.
Það var mjög vel mætt af stórfjölskyldunni í kaffisamsæti sem haldið var í minningu hennar. Lagður var krans á leiði hennar og afa, Einars Ögmundssonar.



















Sigurbergur Bjarnason, 9.ára.

Bryndís og Brynja 17.ára-(18 í sept).

Systkinin; Hanna, Erna, pabbi (sæmi), Sólmundur og Trausti.

Hrefnu og Gutta dætur: Alma, Soffía, Harpa, Sibba og Elfa Hrund.


Hafsteins börn; Ómar, Hafdís og Katý. Gerða er einnig á myndinni.


Smá yfirlit yfir liðnar vikur.
Lauk við 30 einingar í HÍ og næsta mál er meistararitgerð í viðskiptasiðfræði, stefni að útskrift eftir næstu önn.
Ég er farinn að vinna hjá VF-Víkurfréttum sem blaðamaður og ljósmyndari. Mjög sérstakt starf, fjölbreytt og áhugavert.
Í gær vorum við Bjarni viðstödd brúðkaup í Mosó, Inga Elín og Tóti voru að gifta sig. Inga var búin að gera skrautskrifað glerlistaverk fyrir hvern og einn og allir kaffibollarnir voru eftir hana. Hún er ótrúleg þessi kona. Margar skemmtilegar ræður voru fluttar undir borðhaldi. Gestirnir voru eitthvað á annað hundrað og dönsuðu síðan fram á nótt.
Njáll vinur okkar átti stórafmæli 7 júní og bauð í glæsiveislu, við hjónin vorum svo grand að við gistum á Hótel Loftleiðum til að geta tekið þátt í gleðskapnum fram undir morgun.
Við mæðginin erum á leið til Vestmannaeyja á shellmót nú í vikunni með UMFN.
Bláa lónið er stundað grimmt af fjölskyldumeðlimum. Í dag vorum við í nokkra klukkutíma og nutum veðurblíðunnar.

kv IngaS

25. maí 2008

Gaman í Kolaportinu

Þá erum við búnar að prófa Kolaportið og ætlum að vera aftur á morgun, sunnudag. Við seldum slatta af fötum. Á morgun er markmiðið að losa okkur við sem mest og verðið verður aukaatriði.
Hérna eru svo fjórir skemmtilegir strákar í pössun og þeir eru allir komnir í háttinn, búnir að vera úti í fótbolta og körfubolta í 3 klukkutíma. Þeir voru samt ótrúlega spenntir fyrir Eurovision en gáfust upp á stigagjöfinni.
Ég seld eitt af lopavestunum sem ég er búin að prjóna og finnst ótrúlegt að einhver eigi eftir að ganga í einhverju sem ég bjó til : )
Það væri reyndar ljúft að vera komin austur á Norðfjörð núna til tengdapabba, það spáir svo æðislegu veðri þar á morgun.
kv Inga

15. maí 2008

Fallegar flíkur úr íslenska lopanum.

Rósir síðan á Mæðradaginn - aldrei átt svona fínar rósir fyrr,
þær ætla að slá öll met þessar.


Íslenskur lopi.
Það er ekki allir svo lánsamir að eiga ömmur sem prjóna svona fallegar flíkur eins og börnin mín fengu frá sínum ömmum. Hér er smá sýnishorn. Íslenski lopinn stendur alltaf fyrir sínu.

Peysan mín sem Sibba (Sigurbjörg Bjarnadóttir) tengdamamma prjónaði 1994.



Hér er önnur sem ég á og er prjónuð af Mömmu (Maríu Ögmundsdóttur) 2006.




Sibba prjónaði tvær svona á stelpurnar 1998 minnir mig. Þær voru heilar en Bryndís lét setja tölur á sína fyrir þremur árum.




Þessi var á Brynju, prjónuð af Sibbu 2002, hún var heil en við breyttum henni fyrir þremur árum.
Þetta er Bryndísar peysa, sem Sibba prónaði 2002.




Mamma prjónaði þessa á Sigurberg 2006 og vettlinga við.


Bjarni á þessa en hún er örugglega búin að endast í 25-30 ár.




Sokkar prjónaðir af Hrefnu frænku, (Einarsdóttur).

5. maí 2008

Helgin 2-4 maí 2008

Föstudagur- skilaði tveimur ritgerðum í HÍ (nú bara eitt próf eftir) -kósý kvöld, heima.
Laugardagur-hjólreiðatúr-kaffi til Ö og H- Sigurbergur í pössun hjá frændum sínum.
Fórum út að borða á Primo, héldum smá fyrirpartý og skelltum okkur á Bergásball í Offanum.
Mikið stuð, vaknaði með hausverk, ég hef ekkert úthald í svona djamm.
Sunnudagur - vöfflukaffi hér í Lágmóanum, fjölskyldan kíkti í kaffi og vöfflur. Helgin endaði svo á fótboltaleik í Kórnum þar sem við sáum Val sigra FH í Meistarakeppni KSÍ.
Mánudagur:Sigga Sess (litla sys) er að læra einkaþjálfarann hjá World Class. Hún ætlar að taka okkur mömmu í gegn, fyrsti tíminn var í morgun og lofar góðu.
Framundan er frekari lestur á J.S. Mills og Immanuel Kant, próf á föstudaginn. Dæmigert hvað veðrið er alltaf gott í maí-þegar prófin eru.
Annars er ég að fara að vinna í sumar hjá VF og byrja eftir viku. Á von á áhugaverðu og fjölbreyttu starfi.
kv IS

7. mars 2008

Skíðaferð á Akureyri


Brettaliðið í fjallinu.
Allir saman.

Börnin mín !

Síðustu helgi fór ég með 8.brettaiðkendum frá 8.ára til 29. ára til Akureyrar. Ég var eina á skíðum og sá eftir að hafa ekki tekið aukabretti með til að prófa. Við gistum í kennaraíbúð í Hjallalind.
Renndum okkur í Hlíðarfjalli föstud. laugard- og sunnudag.
Við komum ekki norður fyrr en um kl 16:00 á föstudaginn Sigurbergur átti nefnilega afmæli þann 28.feb og voru veisluhöld þann dag hér heima.

Í kvöld erum við að fara að sjá Ladda með mömmu og pabba móðursystrum mínum og þeirra mönnum.

Helgin fer svo í að horfa á körfubolta og gera verkefni fyrir skólann.
Set nokkrar myndir frá Ak.
kv Inga

28. janúar 2008

Ítalíuferðin vel heppnuð


Við hjónin fórum til Ítalíu í skíðaferð með tvö af þremur börnum okkar. Því miður komst önnur dóttir okkar ekki með í þetta sinn. Við ætlum aftur á þennan frábæra stað sem heitir Madonna Di Campiglio og er lítið þorp í 1500 m hæð.





Sigurbergur (8 að verða 9) fór í einkakennsla sitthvorn daginn í tvo tíma í senn og var eftir það fær í flestan sjó. Hann fór á brettinu sínu í allar brekkur bláar, rauðar og svartar og fylgdi okkur eftir.


Annars erum við búin að fara á þorrablót ungmannafélagsins í Stapanum sl. föstudagskvöld. Við fórum 24 saman úr fjölskyldunni og vorum með tvö stór borð. Á laugardaginn var matarklúbbur og boðið var í Hafnarfirði en við erum næst með boð hér heima í apríl eða maí.

Ég ætla að halda áfram í náminu og er aftur í 15 einingum, núna er ég í þremur fögum sem öll tengjast siðfræði. Inngangur að siðfræði, viðskiptasiðfræði og starfstengd siðfræði.


Dæturnar eru enn í FS og Sigurbergur var að byrja í Lúðrasveit í dag og er þvílíkt spenntur, fannst alveg rosalega gaman á fyrstu æfingunni.