13. febrúar 2003

Hvað tíminn flýgur. Nú fer ég að fá samviskubit yfir að vera ekki búin að vinna meira í vefunum. Ég hef semsagt ekkert gert síðan á sunnudaginn. Ég er samt alltaf að skoða hvað aðrir eru að gera og fá hugmyndir en þessi vika hefur bara farið í annað.


En gaman að segja frá því að ég er búin að kenna systur minni Sigríði Sesselju (16.ára) að fá sér svona blogg og hún er búin að setja könnun og gestabók og teljara og mynd án þess að ég kæmi þar nálægt. Krakkar eru ótrúlega fljótir að tileinka sér nýjungar.
Síðan erum við 1969 árgangurinn úr Njarðvíkunum að fara að hittast á 20.ára fermingarafmæli (í apríl) og ég gerði blogg fyrir það.
Ég kenni 15 stundir í tölvuverinu á viku og er semsagt alltaf við tölvuna og stundum get ég ekki hugsað mér að fara að vinna við tölvuna þegar ég kem heim. Þetta er nú spurning um skipulag.
Nú ætla ég að nota tímann á kvöldin þegar Sigurbergur (4.ára) er sofnaður því hann er ekki ánægður þegar mamma hans sest við tölvuna. Þá finnst honum ég vera leiðinleg mamma. Eru fleiri sem eiga börn sem eru að fá leið á að sjá mömmu eða pabba við tölvuna....