24. apríl 2003

Gleðilegt sumar.
Já í dag er sumardagurinn fyrsti og ég var að kenna til 12:00. Ég hef ekkert sinnt vefsíðugerð eða vefleiðangrum. Ég er að ljúka við síðasta námskeiðið á laugardaginn í þessari námsskeiðslotu hjá Talnatökum, næstu námskeið verða í sumar fyrir miðskóla nemendur. Ég held ég hafi aldrei haft eins mikið að gera og núna sl. vikur en þetta gengur allt upp. Núna eftir helgi fer ég að sinna Algebru kennsluvefnum. Þar verða dæmi, greiningapróf, tenglar og gagnasöfn allt tengt algebru.
Hlakka til að hella mér í þá vinnu.
Námskeiðin hjá Talnatökum hafa gengið vel og nemendur verið ánægðir. Við látum þau meta námskeiðið í lokin til að fá vísbendingar um það sem betur mætti fara.
Annars má ég til að segja frá því að í gærkvöld var 20.ára fermingarafmælismót hjá árgangi 1969 í Njarðvík. Ég mætti að sjálfsögðu og það var svo gaman að hitta alla gömlu og góðu vinina. Við buðum gömlu kennurunum að koma og hitta okkur en enginn af þeim sá sér fært um það. Séra Þorvaldur Karl Helgason, presturinn okkar, hefur alltaf mætt en komst ekki í þetta sinn. Hans var saknað.
Sumir voru að hittast í fyrsta sinn eftir útskrift úr grunnskóla fyrir 17.árum. Við höfum hist á fimm ára fresti og vonandi breytist það ekki. Við vorum 33 sem mættum í og erum við 4 fermingarsystkin sem eigum tvíbura og margir sem eiga 3 börn. Tvíburaforeldra (Ég)13.ára stúlkur,(Svavar)7.ára stúlkur, (Munda)4 ára drengur og stúlka og (Bjarki)11.vikna drengir. Hvað er með þessar tvíburafæðingar fer þeim fjölgandi???