Jæja senn líður að lotunni. Á föstud. verð ég líklega að koma seinna en ég hefði viljað.
Ég þarf að hitta einn hóp af nemum og síðan er dimmisjón á sal sem ég þyrfti eiginlega að vera viðstödd.
Ég verð allan tímann eftir hádegið á föstudaginn í KHÍ og allan laugardaginn.
Þessa dagana er ég með hugann við námskeiðið sem við hjá Talnatökum erum með í páskafríinu. Það er spennandi að sjá hvað við fáum marga þátttakendur en fjölmargir hafa farið á heimasíðuna okkar og eða hringt til að fá upplýsingar.Sjá hér á síðunni...
Eftir páskafrí mun ég hella mér í kennsluvefinn sem ég ætla að gera (í NKN) kringum UTN áfanga sem ég er að kenna. Það er hagnýtt verkefni og hlakka ég mikið til að vinna það og skipuleggja vel. Stefni á að nota það mikið við kennslu í áfanganum og námsefninu næsta haust 2003.