17. febrúar 2003

Ég náði að gera nokkrar síður í dreamweaver en á eftir að uppfæra á vefnum. Mér finnst þetta alveg rosalega skemmtilegt og er alltaf að sjá nýja möguleika. Eina sem mig langar í núna er digital myndavél en það er s.s hægt að vinna alltaf með sömu myndirnar, en verður leiðinlegt til lengdar. Ég hugsa að ég fái myndir hjá mömmu sem hún er að taka á digital og vinna í photoshop í sýnu námi hjá Hafdísi Ólafsdóttur í BHS. Mamma er semsagt nemi á nýrri og spennandi braut fyrir bókasafnstækna. Þær eru nokkrar skemmtilegar myndir sem gaman er að nýta sem skraut á vef...og vinna með í fierworks.
Var að kenna í dag (eins og alla daga) nemendum á frontpage og núna er svo gaman hjá þeim að ég varð að reka þau út úr tölvuverinu og hlaupa í burtu nánast svo ég kæmist heim. Ég er semsagt búin að vera að þræla þeim í gegnum námsefnið og nú var komið að því að þau gerðu sinn eigin vef sem gekk svona líka vel.