18. mars 2006


ég í afmælinu hennar Svövu vinkonu minnar. Janúar 2006 Posted by Picasa

Bryndís Bjarnadóttir á Ísland - Ítalía 2004 Posted by Picasa

Tvíburasystur 15.ára mynd tekin í desember 2005 Posted by Picasa

Brynja, Bryndís með Köttinn Marel og Sigurbergur Desember 2005 Posted by Picasa

17. mars 2006

Tvíburaljóð

  • Fallegt ljóð sem ég fann á netinu; http://www.geocities.com/zoeyl_au/TwinsPoetry.html
    og vona að allar tvíburamömmur taki það til sín. Ég tók þetta allavega til mín : = )
  • The Mother of Twins
  • A meeting convened one day
  • in Heavens sacred hall.
  • The Ideal mother must be found
  • for twins so sweet and small.
  • She must be patient,first of all,
  • And kind and calm and wise.
  • And capable of chasing tears
  • away from little eyes.
  • She'd have to put her children first
  • And be so very smart
  • Have dedication and resolve,
  • A sweet and loving heart.
  • They all agreed you were the best
  • No other mom would do.
  • Yes, Heaven found the perfect one
  • And sent those twins to you!


  • og eitt tileinkað tvíburunum:

  • Twins
  • There's two to wash
  • There's two to dry,
  • There's two who argue
  • There's two who cry.
  • One's in the mud
  • Having a ball
  • The other holds a crayon
  • Another marked wall.
  • Some days seem endless
  • My patience grows thin.
  • Why was I chosen
  • To be a Mother of Twins?
  • The answer comes clear
  • At the end of each day,
  • As I tuck them in bed
  • And to myself I say.
  • There's two to kiss
  • There's two to hug.
  • And best of all
  • There's two to love

Fótbolti

Ég hlakka ekkert smá til að fótboltatímabilið byrjar. Fyrsti leikurinn hjá Breiðablik er 15.maí og eigum við eftir að vera á öllum leikjum með þeim í sumar. Í fyrra fór ég aðeins á einn bikarleik með blikunum og það var uppá Skaga og þeir töpuðu. Eftir það þorði ég ekki að fara á leiki af ótta við að þeir myndu tapa.
Ég er búin að upplifa margar tilfinningaþrungnar stundir í boltanum, gleði og gífurleg vonbrigði. Skemmtilegustu stundirnar tengjast náttúrulega Tindastólsliðinu 1989 0g 1990 og Vestmannaeyjum 1997-2000. Við kynntumst á þessum árum yndislegu fólki og eigum svo margar góðar minningar. Þegar við bjuggum í eyjum þá voru gestir hjá okkur nánast hverja einustu helgi. Fólk notaði tækifærið til að koma til eyja sem er náttúrulega fallegasti staður á jörðinni.

Annars eru liðin sem Bjarni er búin að þjálfa eftirfarandi:
  1. Þróttur Neskaupsstað
  2. Eitthvað lið í Noregi ? man ekki hvað það heitir
  3. Tindastóll 1987-1990
  4. Grindavík 1991,1992
  5. Fram 1993
  6. Fylkir 1994
  7. Breiðablik 1995
  8. 1996 Frí
  9. IBV 1997,1998,1999
  10. Fylkir 2000, 2001
  11. Grindavík 2002, 2003
  12. Breiðablik 2004, 2005, 2006

Skemmtanir sl. mánuði.

  • Ungfrú Suðurnes 2006 í Stapanum, með Siggu, Elfu Hrund og Möggu Blöndal.
  • Árshátíð Reykjanesbæjar 2006 í Stapanum með Bjarna og samstarfsfólki. Mamma og pabbi voru með bókasafninu.
  • Þorrablót hjá Helga Ben og Kristínu Helga, leynigestir kvöldsins voru Steindór Andersen og Hrefna.
  • Afmæli Svövu Pétursd. 10.febrúar í Víkurhúsinu í Keflavík.
  • Afmæli Svövu Margrétar 28.janúar í Berjarima, svaka stuð.
  • Þorrablót Njarðvíkinga í Stapanum 20. janúar.
  • Skólaball í KK húsinu í september.
  • Jólahlaðborð heima hjá Ingigerði og Jóni Óttari í Kópavogi í lok nóvember.
  • 50 ára afmæli Gunna Einars í Garðabæ í Júní.

Tónleikar og leikrit sem ég er nýlega búin að sjá og heyra

  • Ég fór á Sigur rósar tónleikana í Laugardalshöllinni með dæturnar og það var alveg meiriháttar.
  • Ég fór á Garðar Thor Cortes í Grafarvogskirkju með mömmu, Siggu systir og Gerðu "frænku".
  • Ég fór á Just Julian núna sl. laugardag með Lillu vinkonu minni í kirkjukórnum.
  • 12.febrúar mættu Jóhann Friðgeir, Óskar og Ólafur Kjartansson ásamt Jónasi Þóri í Duus hús og héldu alveg meiriháttar skemmtilega tónleika.
  • 17.desember fór ég með mömmu, pabba, Siggu, Brynju og Bryndísi á Ég er mín eigin kona með Hilmi Snæ. Það var mjög sérstakt leikrit en rosalega vel leikið. Ég sofnaði eitthvað aðeins fyrir hlé því að þetta var ekki alveg að höfða til mín.
  • 25. febrúar fór ég með sóknarnefnd og meðlimum kirkjukórsins á Túskildingsóperuna í Þjóðleikhúsinu. Ég átti mjög erfitt með að halda mér vakandi á tímabili sagan fannst mér leiðinleg en verkið vel uppsett. Frábærir leikarar.

Segjum þetta rugl nóg í bili

Ingigerður Sæmundsd

Barnaafmæli

Ég hef oft sagt mína skoðun á barnaafmælum á veitingastöðum. Ég vona það að Sigurbergur eigi ekki eftir að biðja um að fá að halda afmælið sitt á veitingastað. Mér finnst það svo sorglegt fyrirbæri. Stelpurnar héldu öll sín afmæli heima og voru ekki einu sinni með videospólu heldur leiki, leikrit, þrauti og margt skemmtilegt. Mig minnir að þær hafi horft á spólu með afmælisgestum þegar þær voru 12 eða 13.ára.
Leikir sem að ég man eftir eru; pakkaleikur, lakkrísleikur, flöskustút, ein króna, fallin spýtann, þrautakóngur. Nú í dag hefur svo sing star bæst við. Svo voru þær oftast með eitthvað þema í afmælunum. Einhverntíma höfðu þær náttfatapartý, sixtees partý, draugapartý þar sem allir mættu í draugafötum og þær buðu uppá allskonar nammi og mat tengt draugaþemanu.
Núna er Sigurbergur orðin 7.ára og síðan hann var 4.ára er hann búin að vera með 3 skemmtileg afmæli. Hann vill alltaf að strákarnir komi í grímubúningum. Hann hefur ákveðnar skoðanir á hvernig afmælið á að vera og síðast vildi hann bjóða upp á pylsur, nammiköku, íspinna og svo var hann búin að skipuleggja leiki. Amælið heppnaðist mjög vel.

Veislur sem við höfum haldið

  • Fermingarveisla Bryndísar og Brynju 103 mættu í veisluna sem var haldin heima í Grenibyggð 5 í Mosfellsbæ.....
  • Skírnarveisla Sigurbergs 1999....
  • Brúðkaupsveislan okkar 28.mars 1998 haldin í Hlégarði Mosfellsbæ þar komu 165 manns í veisluna. ....
  • Útskriftarveislan mín júní 1997, haldin í Grenibyggð 2 í Mosfellsbæ.....
  • Lánuðum Hörpu og Baldri húsið til að halda útskriftarpartý þegar Harpa útskrifaðist úr HÍ 1999.....
  • Afmælisveislur og jólaboð, alltaf jafngaman. ....
  • Skírnarveisla Bryndísar og Brynju 1990 28.október.

Ferðalög


Hvert höfum við farið í frí:

  • Neistaflug Neskaupsstað 2005, 2004 (fjölsk.)
  • London, stelpuferð 2005, ég, mamma, Sigga, Brynja, Bryndís, Alda og Ellen Dóra.
  • Arnarstapi fjölskylduferð júlí 2005, Heiðartúnsgengið
  • Bratislava vor 2005, ráðstefna með Guðrúnu Ragnarsdóttur
  • Hellissandur - ættarmót 2004 Niðjar Sólveigar og Ögmundar
  • Arnarstapi - ættarmót 2004 Niðjar Hafliða og Steinunnar
  • Kaupmannahöfn vor 2004 Æskuvinkonurnar í klúbbi 69
  • Kanarýeyjar jól 2003 Tengdaforeldrar mínir með börn, barnabörn og tengdabörn
  • Spánn- Albir sumar 2003 Mamma, pabbi, Sigga, ég og börnin
  • Berlin vor 2002 Ég og Bjarni með Önnu Pálu og Eyjólfi
  • Kaupmannahöfn des 2001 Ég og Bjarni með Önnu Pálu og Eyjólfi
  • Krít sumar 2000 Ég, Bryndís, Brynja, Svava M, Berglind og Birna Sif.
  • Amsterdam haust 1999 Ég, Bjarni, Bryndís og Brynja
  • Brussel 1998 Ég, Bjarni, Gummi og Klara
  • Þjóðhátíð Vestmannaeyjum 1997, 1998, 1999. Með ýmsum
  • Benidorm sumar 1996 Ég, Bjarni, Bryndís og Brynja
  • Monaco haust 1992 Ég, Bjarni, Kiddi, Gaui Þórðar og Hrönn
  • Stuttgard haust 1992 Ég, Bjarni, Kiddi, Gaui Þórðar og Hrönn

Hugleiðingar um staðreyndir







Við keyptum Lágmóa 2 í apríl 2006 húsið sem að Trausti frændi byggði 1980. Við endurgerðum húsið að innan, brutum niður veggi, sameinuðum baðherbergi, settum ný gólfefni, nýja sólbekki, nýjar hurðar, nýja eldhúsinnréttingu og nýjar baðinnréttingar, ný salerni, baðkar og sturtu. Húsið er eiginlega alveg nýtt að innan, eina sem við létum alveg ósnert var þvottahúsið en við erum búin að fá hugmynd um að breyta því töluvert. Bílskúrinn er einnig alveg eins og hann var fyrir utan þessar frábæru bílskúrshurðar sem við keyptum.
Nágranni okkar smíðaði girðingu sem liggur á milli húsanna okkar og Bjarni er búin að kaupa gervigras til að setja á lóðina norðarnmegin.
Okkur líður mjög vel hérna eftir 13.ára búsetu í Mosfellsbænum og söknum í raun einskis. Ég held ennþá tengslum við Soroptimistana þar og fer mánaðarlega á fund í Hlégarð.


Ég hætti að kenna Borgarholtsskóla eftir 5 ára starf þar. Ég réði mig við Heiðarskóla í Keflavík og kenni núna stærðfræði og tölvunotkun. Mikill munur er á starfi kennarans í grunnskóla og framhaldsskóla. Ég er mjög hissa á launum kennarans og sé það að ég þarf að kenna eins mikið og ég get til að fá mannsæmandi laun. Ég er búin að fá 159 - 164 þúsund útborgað á mánuði.
Það er frekar lítið miðað við að vera búin að kenna í 8.ár, en svona er þetta bara. Ég er mikið að spá í hvort ég ætti ekki að fara í nám haustið 2007. Kenna í einn vetur í viðbót og sjá svo til.
Ég hef verið að skoða Djákna námið sem er í guðfræði deildinni í HI. Þórdís Ásgeirsdóttir Djákni í Mosfellsbæ útskrifaðist með mér úr KHÍ. Hún fór beint í Guðfræðideildina útskrifaðist sem Djákni og er að gera frábæra hluti í Mosfellsbæ.


Kveðja Inga

16. mars 2006


stae-kennarar í Borgarholtsskóla vor 2005. Posted by Picasa

Vinkonur í Kaupmannahöfn Posted by Picasa

Ég í Bratislava 2005 Posted by Picasa

Guðrún og ég í Bratislava 2005 Posted by Picasa

Sigurbergur og góður vinur í Mosó


Jón Ingi og Sigurbergur Posted by Picasa

Erna, Anna Ólöf, Herdís, Kristín og Sigurbergur. Útskrift frá hinum frábæra leikskóla Reykjakoti í Mosfellsbæ. Posted by Picasa

Trausti, Pabbi, Hanna, S?lmundur og Erna. 60 ?ra afm?li pabba ? ma? 2005 ? Arnarh?l. Posted by Picasa

15. mars 2006


Harpa, Baldur, Sigga og Brynja Djupalonssandur 2004 Posted by Picasa

Sigurbergur 7.ara Posted by Picasa

Brynja, Brynd?s og Sigga Posted by Picasa

?ttarm?t 2004 Posted by Picasa

Djúpalónssandur Posted by Picasa

Alda, Bryndís og Brynja Posted by Picasa

14. mars 2006


Sigga, Inga, Ögmundur og Baldur Posted by Picasa

Bjarni og Pabbi á jólunum 2005 Posted by Picasa

Alda, Bryndís og Brynja (afmælisbörn) Posted by Picasa

Við systurnar og mamma í London í september 2005 Posted by Picasa

Lágmói 2 fyrir breytingar Posted by Picasa

Sigurbergur Bjarnason 2004 (5.?ra) Posted by Picasa

Bryndís, ég og Brynja júní 2004 Posted by Picasa
Hvað haldið þið eftir tæplega þriggja ára hvíld frá bloggi ætlar frúin að fara að blogga aftur.
Ég er ekki alveg búin að ákveða hvernig blogg þetta mun verða en það kemur í ljós.

Ætti ég að hafa þetta dagbók, eða hugleiðingar eða kennsluvef eða hvað. Ætla aðeins að hugsa málið. Ég held ég hafi þetta allt í bland.