25. maí 2008

Gaman í Kolaportinu

Þá erum við búnar að prófa Kolaportið og ætlum að vera aftur á morgun, sunnudag. Við seldum slatta af fötum. Á morgun er markmiðið að losa okkur við sem mest og verðið verður aukaatriði.
Hérna eru svo fjórir skemmtilegir strákar í pössun og þeir eru allir komnir í háttinn, búnir að vera úti í fótbolta og körfubolta í 3 klukkutíma. Þeir voru samt ótrúlega spenntir fyrir Eurovision en gáfust upp á stigagjöfinni.
Ég seld eitt af lopavestunum sem ég er búin að prjóna og finnst ótrúlegt að einhver eigi eftir að ganga í einhverju sem ég bjó til : )
Það væri reyndar ljúft að vera komin austur á Norðfjörð núna til tengdapabba, það spáir svo æðislegu veðri þar á morgun.
kv Inga

15. maí 2008

Fallegar flíkur úr íslenska lopanum.

Rósir síðan á Mæðradaginn - aldrei átt svona fínar rósir fyrr,
þær ætla að slá öll met þessar.


Íslenskur lopi.
Það er ekki allir svo lánsamir að eiga ömmur sem prjóna svona fallegar flíkur eins og börnin mín fengu frá sínum ömmum. Hér er smá sýnishorn. Íslenski lopinn stendur alltaf fyrir sínu.

Peysan mín sem Sibba (Sigurbjörg Bjarnadóttir) tengdamamma prjónaði 1994.



Hér er önnur sem ég á og er prjónuð af Mömmu (Maríu Ögmundsdóttur) 2006.




Sibba prjónaði tvær svona á stelpurnar 1998 minnir mig. Þær voru heilar en Bryndís lét setja tölur á sína fyrir þremur árum.




Þessi var á Brynju, prjónuð af Sibbu 2002, hún var heil en við breyttum henni fyrir þremur árum.
Þetta er Bryndísar peysa, sem Sibba prónaði 2002.




Mamma prjónaði þessa á Sigurberg 2006 og vettlinga við.


Bjarni á þessa en hún er örugglega búin að endast í 25-30 ár.




Sokkar prjónaðir af Hrefnu frænku, (Einarsdóttur).

5. maí 2008

Helgin 2-4 maí 2008

Föstudagur- skilaði tveimur ritgerðum í HÍ (nú bara eitt próf eftir) -kósý kvöld, heima.
Laugardagur-hjólreiðatúr-kaffi til Ö og H- Sigurbergur í pössun hjá frændum sínum.
Fórum út að borða á Primo, héldum smá fyrirpartý og skelltum okkur á Bergásball í Offanum.
Mikið stuð, vaknaði með hausverk, ég hef ekkert úthald í svona djamm.
Sunnudagur - vöfflukaffi hér í Lágmóanum, fjölskyldan kíkti í kaffi og vöfflur. Helgin endaði svo á fótboltaleik í Kórnum þar sem við sáum Val sigra FH í Meistarakeppni KSÍ.
Mánudagur:Sigga Sess (litla sys) er að læra einkaþjálfarann hjá World Class. Hún ætlar að taka okkur mömmu í gegn, fyrsti tíminn var í morgun og lofar góðu.
Framundan er frekari lestur á J.S. Mills og Immanuel Kant, próf á föstudaginn. Dæmigert hvað veðrið er alltaf gott í maí-þegar prófin eru.
Annars er ég að fara að vinna í sumar hjá VF og byrja eftir viku. Á von á áhugaverðu og fjölbreyttu starfi.
kv IS