14. febrúar 2003

Er búin að vinna smá í Dreamweaver á heimatölvunni í kvöld. Tíminn flýgur svo hratt þegar ég sit við tölvuna, það er eins og maður missi allt tímaskyn. Ég er að hugsa um að nýta morgundaginn betur í námið ef dætur mínar verða svo elskulegar og fara út með litla bróður sinn.
Húsbóndinn skrapp til Spánar í morgun að skoða aðstæður fyrir knattspyrnulið sem fara í ferðir um páskana. Ég vona að helgin verði lengi að líða svo að maður nái að safna orku fyrir næstu törn í kennslunni.
Þakka Salvöru fyrir fínar síður sem hægt er að styðjast við og læra af. Ég er farin að hlakka til norðurferðarinnar og er að skoða dagskrána. Því miður kemst ég ekki í opna tímann í kennó á morgun sem er þriðji tíminn í boði. Fyrst mætti Salvör síðan Björn með Fierworks og á morgun skilst mér að Ólöf verði með innlögn varðandi leturgerðir. Þetta er frábært framtak hjá stjórnenda námskeiðsins og er ég viss um að margir fá heilmikið út úr því að notfæra sér þessa þjónustu. En koma tímar koma ráð....