5. febrúar 2003

Jæja, þá er veturinn kominn fyrir alvöru hér á suðvesturhorninu. Nemendur úr BHS ætluðu á skíði í dag en það verður að bíða betri tíma, veðrið er kolvitlaust. Í dag er engin kennsla vegna skóhlífadaga nemenda og þá er allt starf skólans brotið upp. Ég ætla því að nota daginn í að vinna í vefnum mínum og sjá hvað ég kemst. Ég þarf bara að vera heima vegna þess MX pakkkinn er ekki á tölvunum hér (í skólanum).
Vonandi kemur eitthvað út úr þessu hjá mér. Ingibjörg er búin að gera mjög flotta síðu í fierworks og síðan sett saman í dreamweaver. Hún sýndi mér hvernig hún vann hana. Það var mjög gott því ég hélt að fierworks væri eingöngu til að vinna einstaka mynd en ekki öll þessi fínu myndbrot sem hún raðaði sýðan saman og útkoman er mjög flott.
Kveðjur Ingigerður