Er búin að skila til Sólveigar rannsóknarverkefninu, það fór ótrúlega mikill tími í það. Ég vona að ég hafi skilið þetta rétt, var ekki viss með kóðunina, en fæ þá væntanlega athugasemdir.
Fékk bréf í dag frá Salvöru, var einmitt búin að lesa moggann á sunnudaginn þar sem fjallað var um blogg. Ég hef einmitt verið að velta því fyrir mér í hvaða formi þetta blogg er. Ég er alltaf að rembast við að skrifa eitthvað varðandi námið sem er í raun svo lítill hluti af mínu lífi þessa dagana. Það er svo margt annað sem að hægt væri að skella fram, sem ég geri ekki á þessum vettvangi þar sem þetta er leiðabók í NKN.
Næst á dagskrá er semsagt Power Point verkefni glærushow sem ég virðist ekki hafa heyrt um fyrr. Greinilega ekki að taka eftir þó ég lesi öll bréf prenti út og striki undir með fjólubláa yfirstrikunarpennanum mínum. Allavega, ég er að hugsa um núna að gera glærur um, eitthvern einn þátt úr bókinni Talnapúkinn eftir Hans Magnus Enzensberger í þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar.