26. apríl 2003

Núna var ég að koma heim af algebrunámskeiði. Ég er búin að vera með 4. námskeið fyrir samræmda prófið í stærðfræði. Krakkarnir voru látin meta hvert námskeið til að við gætum bætt okkar vinnubrögð. Í ljós kom að þau voru mjög ánægð og eflist maður bara við það. Þetta er búið að vera rosalega strembið en skemmtilegt.
Núna er næsta mál á dagskrá og það er að ljúka kennslu í BHS þrír dagar eftir og ég get ekki beðið... er ljótt að segja það???
En allavega þegar því er lokið taka verkefnin í NKN við og ég hlakka mikið til þess að einbeita mér að þeim.
Keðja Inga

24. apríl 2003

Gleðilegt sumar.
Já í dag er sumardagurinn fyrsti og ég var að kenna til 12:00. Ég hef ekkert sinnt vefsíðugerð eða vefleiðangrum. Ég er að ljúka við síðasta námskeiðið á laugardaginn í þessari námsskeiðslotu hjá Talnatökum, næstu námskeið verða í sumar fyrir miðskóla nemendur. Ég held ég hafi aldrei haft eins mikið að gera og núna sl. vikur en þetta gengur allt upp. Núna eftir helgi fer ég að sinna Algebru kennsluvefnum. Þar verða dæmi, greiningapróf, tenglar og gagnasöfn allt tengt algebru.
Hlakka til að hella mér í þá vinnu.
Námskeiðin hjá Talnatökum hafa gengið vel og nemendur verið ánægðir. Við látum þau meta námskeiðið í lokin til að fá vísbendingar um það sem betur mætti fara.
Annars má ég til að segja frá því að í gærkvöld var 20.ára fermingarafmælismót hjá árgangi 1969 í Njarðvík. Ég mætti að sjálfsögðu og það var svo gaman að hitta alla gömlu og góðu vinina. Við buðum gömlu kennurunum að koma og hitta okkur en enginn af þeim sá sér fært um það. Séra Þorvaldur Karl Helgason, presturinn okkar, hefur alltaf mætt en komst ekki í þetta sinn. Hans var saknað.
Sumir voru að hittast í fyrsta sinn eftir útskrift úr grunnskóla fyrir 17.árum. Við höfum hist á fimm ára fresti og vonandi breytist það ekki. Við vorum 33 sem mættum í og erum við 4 fermingarsystkin sem eigum tvíbura og margir sem eiga 3 börn. Tvíburaforeldra (Ég)13.ára stúlkur,(Svavar)7.ára stúlkur, (Munda)4 ára drengur og stúlka og (Bjarki)11.vikna drengir. Hvað er með þessar tvíburafæðingar fer þeim fjölgandi???

16. apríl 2003

Hef ekki gefið mér tíma til að blogga lengi. Er komin í páskafrí og ætla að eyða helginni í faðmi fagurra fjalla. Ætla að taka mér frí frá tölvum og stærðfræði og ekki koma nálægt vinnu fyrr en á þriðjudaginn. Stefnan er að ljúka við námskeið hjá Talnatökum fyrir mánaðarmót apríl -maí. Kennslu í BHS lýkur 30.apríl og þá hef ég góðan tíma til að sinna lokaverkefninu í NKN og gera einn vefleiðangur sem ég á eftir.

10. apríl 2003

Jæja senn líður að lotunni. Á föstud. verð ég líklega að koma seinna en ég hefði viljað.
Ég þarf að hitta einn hóp af nemum og síðan er dimmisjón á sal sem ég þyrfti eiginlega að vera viðstödd.
Ég verð allan tímann eftir hádegið á föstudaginn í KHÍ og allan laugardaginn.
Þessa dagana er ég með hugann við námskeiðið sem við hjá Talnatökum erum með í páskafríinu. Það er spennandi að sjá hvað við fáum marga þátttakendur en fjölmargir hafa farið á heimasíðuna okkar og eða hringt til að fá upplýsingar.Sjá hér á síðunni...
Eftir páskafrí mun ég hella mér í kennsluvefinn sem ég ætla að gera (í NKN) kringum UTN áfanga sem ég er að kenna. Það er hagnýtt verkefni og hlakka ég mikið til að vinna það og skipuleggja vel. Stefni á að nota það mikið við kennslu í áfanganum og námsefninu næsta haust 2003.


7. apríl 2003

prufa

5. apríl 2003

Heimaíðan mín er í einhverju klúðri núna hér í heimatölvunni en virkar á netinu. Þ.e. þegar ég ætla að senda efni á hana þá gerist ekkert.
Þarf að skoða það nánar.
Ætla að fara á Sól og Mána í kvöld í Borgarleikhúsinu.
Kv.Inga
Það gleður mig að tilkynna hér að heimasíða Talnataka er komin á vefinn.
Stærðfræðiskólinn Talnatök

4. apríl 2003

Jæja þá er komin föstudagur og í dag verð ég að kenna til 12:40 og fundur í skólanum frá 13:00 til 15:00. Síðan fundur varðandi námskeiðin og heimasíðuna fyrir Talnatök. Við verðum að ljúka við heimasíðuna í dag, því við auglýsum í mogganum á morgun.
Ég er ekki alveg viss hvað ég á að sýna hverjum.. næstu helgi hvort það var vefleiðangur eða kennsluvefur eða frjálst. Vonandi verður ekki mikill tími í að skoða vef og verkefni hjá öðrum því það er hægt að gera það á netinu. Ég ætla að skrifa Salvöru bréf í dag og fá að koma föstud. og laugar. það hentar betur út af stundatöflunni minni.

2. apríl 2003

Er sest við tölvuna einu sinni enn, fannst ég vera að fara í lotu um helgina. Smá fegin að það er ekki fyrr en næstu helgi. Fór í Árbæjarlaugina með Sigurberg sem er að sofna þessa stundina. Dæturnar ekki komnar heim síðan klukkan átta í morgun:skóli, spilatími,körfuboltaæfing, fótboltæfing og lúðrasveitaræfing til níu í tvöld. Þær fá kjarnmikla kjötsúpu þegar þær koma heim, (held ég hafi eldað fyrir 15.manns).
Nú ætla ég að sitja hér í einn og hálfan tíma, síðan á ég eftir að fara yfir dæmablöð sem ég lagði fyrir í dag. Var nefnilega með stærðfræðikeppni á milli hópa í fjarveru samkennara míns. Kenndi tveimur hópum í tveimur stofum. Það var gaman að sjá hvað sumir urðu virkir og fíluðu sig í botn. Ég held að nokkrir hafi aldrei reiknað eins mörg algebrudæmi í einni kennslustund og í morgun.
Það er kannski alveg dæmigert hvað ég geri sjaldan eitthvað svona skemmtilegt með nemendum mínum. Þetta er framhaldsskóli og maður bíður nemendum í framhaldsskóla ekki uppá hvað sem er. Það var einmitt það skemmtilega við grunnskólann að nemendurnir voru alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt og auðvelt að brjóta kennslustundirnar upp með leikjum, þrautum og fleiru.
Best að hætta í bili.
Jæja þá er dagsverkinu lokið, vann við algebrunámskeiðshlutann í 2 klst. Skrifaði nokkur tölvubréf, las bloggin hjá samnemendum og fór meira að segja inn á Webboardið sem ég hef gert mjög lítið af á þessari önn. Ég var alveg húkt á því fyrir jól. Ég sé samt að það er nú smá umræða í gangi núna svo kannski maður fari að fylgjast betur með og kannski að taka þátt.
Hef engar áhyggjur af PP í staðbundnu lotunni, gríp eitthvað með til að prófa þessa fínu tækni sem við fáum að kynnast.
En er komin dagskrá einhversstaðar sem ég veit ekki um? Ég þarf nefnilega eins og eflaust flestir að skipuleggja dagana varðandi vinnuna og börnin (hver á að sækja hvern og hvenær).
Þetta skýrist vonandi allt á morgun.
Kveðja
Inga