5. maí 2003

Nú get ég sagt að ég hafi sinnt náminu vel í dag. Ég er nánast búin að sitja í 9 klst. frá tíu í morgun. Lagaði aðeins heimasíðuna, gerði hana léttari, setti inn nýjar myndir af krökkunum og fékk eina fallega mynd hjá mömmu sem hún tók út á Fitjum (í Njarðvík). Ég er búin að skrifa helling í algebrunni og vinn þetta allt í Word til að sjá flæðið í innihaldinu. Ég fíla ekki að skrifa beint í Dreamweaver þegar ég er með svona mikið efni... það er kannski bara vitleysa.
Á morgun ætla ég að gera stærðfræðiprófin klár, prófin eru 12. og 13. maí. Á laugardaginn verður síðasta námskeiðið hjá Talnatökum fyrir samræmda prófið sem er 12.maí.
Já ég er að útbúa vefleiðangur þar sem nemendur leita að upplýsingum um listamann/konu, létt og skemmtilegt grunnskólamiðað verkefni. Ákvað að hafa þetta einfalt og sé síðan hvernig það þróast. Þarf að laga utn verkefnin um siðferðið sem ég var búin að útbúa í febrúar. Þarf aðeins að laga uppsetningun á þeim.