2. apríl 2003

Er sest við tölvuna einu sinni enn, fannst ég vera að fara í lotu um helgina. Smá fegin að það er ekki fyrr en næstu helgi. Fór í Árbæjarlaugina með Sigurberg sem er að sofna þessa stundina. Dæturnar ekki komnar heim síðan klukkan átta í morgun:skóli, spilatími,körfuboltaæfing, fótboltæfing og lúðrasveitaræfing til níu í tvöld. Þær fá kjarnmikla kjötsúpu þegar þær koma heim, (held ég hafi eldað fyrir 15.manns).
Nú ætla ég að sitja hér í einn og hálfan tíma, síðan á ég eftir að fara yfir dæmablöð sem ég lagði fyrir í dag. Var nefnilega með stærðfræðikeppni á milli hópa í fjarveru samkennara míns. Kenndi tveimur hópum í tveimur stofum. Það var gaman að sjá hvað sumir urðu virkir og fíluðu sig í botn. Ég held að nokkrir hafi aldrei reiknað eins mörg algebrudæmi í einni kennslustund og í morgun.
Það er kannski alveg dæmigert hvað ég geri sjaldan eitthvað svona skemmtilegt með nemendum mínum. Þetta er framhaldsskóli og maður bíður nemendum í framhaldsskóla ekki uppá hvað sem er. Það var einmitt það skemmtilega við grunnskólann að nemendurnir voru alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt og auðvelt að brjóta kennslustundirnar upp með leikjum, þrautum og fleiru.
Best að hætta í bili.