Þá er helgin liðin og best að huga að næstu viku, einungis þrjár kennsluvikur til páska og eins gott að vera með allt á hreinu. Eftir páska kennum við í fimm daga og þá koma prófdagar með öllu því stressi og skemmtilegheitum sem þeim fylgja.
Ég hef verið að slá inn stærðfræðidæmi alla helgina (rosalega skemmtilegt).
Fór í bæjarleikhúsið í gær með börnin að sjá Hobbit, við skemmtum okkur mjög vel. Flott sýning, búningarnir og allt alveg meiriháttar.
Barnaafmæli í dag hjá einum 10.ára frænda, í kvöld er það Óskarinn og er spurning hvort ég vaki svo lengi.
Ég er að undirbúa námskeið fyrir nemendur sem ætla í stærðfræðiprófið 12.maí. Öllum opið en takmarkaður aðgangur, veður auglýst nánar á útvarpsstöðum.
Er að hugsa um kennlsuvef tengdan UTN áfanga sem ég er að kenna. Nemendur hafa verið að gera verkefni frá mér sem virka vel og ég hafði meira að segja ekkert að gera í 3.kennslustundir í röð því þau unnu vel, skildu og lásu fyrirmælin og höfðu áhuga á verkefninu. Ég er að hugsa um að byggja kennsluvefin í kringum þessi verkefni.