2. mars 2003

Ætla að sitja hér í smástund og taka saman helgina á UT fyrir norðan.
Ég var komin heim í gærkvöldi um níu og var bara nokkuð ánægð með tímasetninguna. Á Föstudaginn var setning hlustaði á fyrrum fartölvunema frá MA (Guðrún Þengilsdóttir). Síðan vinsæla málstofan í B6 sem slegist var um að komast inn í.Frosti Heimisson ... Námsefnið á netið (15-15:50). Kl 16:00-16:50 var Brynhildur Anna Ragnarsdóttir... Netnám og nemendasjálfstæði (tungumálanám fyrir nemendur í (9-10.bekk).
Á laugardeginum heyrði ég því miður aðeins 30mín af fyrirlestri Jóhanns Guðna Reynissonar ...Ég lifi í draumi.
Þá næst fór ég að heyra í þeim Guðmundi Kristjáni Óskarssyni... Fjarkennsla í Hagnýtri stærðfræði við Háskólann á Akureyri og Nafna hans Birgissyni sem gekk út frá því ...hvort hægt væri að læra af reynslu annarra?
Um ellefu var komið að Johan Strid .. living in the future, implications of the information age hann var í raun fínn fyrirlesari með mjög nýstárlegar glærur eingöngu myndir og lag sem byrjaði fyrirlesturinn og endaði. Síðan var hann með já og nei spjöld til að virkja salinn. Hann fékk því miður ekki nógu gott næði, það var kjaftagangur allt í kringum gryfjuna og hafði neikvæð áhrif.
Ég hlustaði að lokum á Monu Håkansson sem var frá IBM og fjallaði út frá ... E-learning in the modern society-Collaborative Interactive and Open standards, mjög spennandi sem hún var að segja frá.
Ég er með punkta um þetta allt saman en ætla nú að fara að vinna úr þessu og skila þegar að því kemur til Láru Stefánsdóttur sem verður með okkur næsta mánuðinn. Skrifa greinagerð úr tveimur málstofum eða fyrirlestrum.
Það er eitt sem ég verð að segja hér að ég er smá fúl út af staðbundnu lotunni í apríl, ég þarf þá að gefa nemendum mínum frí einn fimmtudaginn enn og það gengur alls ekki upp.
Ég er t.d. með tölvuhóp sem er tvisvar í viku þriðjud. og fimmtud. og þau eru þá að fara á mis við þá þjónustu sem þeim ber að fá. Ég ætti kannski bara að kenna þeim í fjarkennslu þennan dag.... Ég vil sjá staðbundnu loturnar eftir hádegi á föstud. og á laugard. frá 8-15 c.a. en þetta er bara mín skoðun.