29. mars 2003

Sælt veri fólkið.
Nýr skóli hefur verið stofnaðu Talnatök sem er stærðfræðiskóli og eigandi er Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir. Ég mun vinna við þennan skóla og kenna á námskeiðum og taka að mér ýmiss konar verkefni. Við ætlum að bjóða uppá námskeið í apríl- maí fyrir nemendur sem eru að fara í samræmda prófið í stæ 12.maí og vilja þjálfa sig í ákveðnum þáttum. Námskeiðin sem í boði verða eru; Algebra, Rúmfræði, Talnareikningur og Prósentur. Einnig erum við að hugsa um stutt námskeið fyrir nemendur til að læra á vasareikna, af reynslu minni þá veitir ekki af að kenna þeim að nota þá. Einnig mun skólinn bjóða námskeið fyrir þá nemendur sem eru afburðagóðir í stæ.
Í sumar bjóðum við námskeið fyrir 10-12.ára.
Ég er semsagt þessa dagana að undirbúa námskeiðspakkann fyrir apríl-maí námskeiðin og hef gaman af.
Var á Hótel Sögu í nótt, vorum að halda uppá 5 ára brúðkaupsafmælið en við gistum þá einmitt í svítu á sögu og endurtókum það í gær. Maturinn í grillinu var guðdómlegur og gaman að hitta alls konar fólk á barnum á hótelinu. Einhverra hluta vegna snýst umræðan alltaf um fótbolta og það er bara skemmtilegt.
Ég ætla að skella mér á skíði í fyrramálið með soninn og manninn, þ.e. ef veðrið verður eins gott og það var í dag.
Ég vinn öll kvöld þessa dagana, á milli 21:00 og 23:30 bæði fyrir BHS, Talnatök og NKN. Ég reyni að nýta tímann á milli 17:00 og 21:00 í að versla, setja í vél, ganga frá, fara í sund með börnin (stundum), elda, borða (heilög stund) ganga frá, baða og svæfa og þá næ ég tölvutíma. Líkamsræktin er á morgnana frá 06:30 til 07:30. Ég ætla að reyna að hafa sunnudagana letidaga þar sem ég tek á móti ættingjum og vinum eða fer í heimsókn til vina og ættingja.