27. janúar 2003

Mig langar að bæta við kynninguna mína að í fyrravetur þá vorum við hjónin með einn bíl og þ.a.l. þurfti að skipuleggja tímann betur. Þá verslaði ég mat- og hreinlætisvörur á netinu og fékk sent heim. Þetta var alveg rosalega þægilegt og er ég með lista í netversluninni sem er minn innkaupalisti og vel ég síðan það sem þarf.
Það leiðinlegasta sem ég geri er að fara í matvörubúð, þetta hefur því hentað mér alveg rosalega vel.
Heimabankarnir eru einnig mikið notaðir á mínu heimili og það er ansi langt síðan ég hef farið í bankaútibú.
Ég er að hugsa um að fjárfesta í ASDL núna á næstu dögum, skiptir einhverju máli hvar maður verslar þetta, fer ég ekki bara í símaútibú?
Ætli ég þurfi símvirkja til að koma og redda þessu fyrir mig?
Ég hef heyrt að þetta sé algjör draumur, þ.e. að vera með ASDl.
Kveðja Ingigerður
P.S ég fékk aðgangsorð að íslendingabók.is í dag og þetta er mjög áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á ættfræði. Ég er búin að liggja yfir þessu í dag.