26. apríl 2003

Núna var ég að koma heim af algebrunámskeiði. Ég er búin að vera með 4. námskeið fyrir samræmda prófið í stærðfræði. Krakkarnir voru látin meta hvert námskeið til að við gætum bætt okkar vinnubrögð. Í ljós kom að þau voru mjög ánægð og eflist maður bara við það. Þetta er búið að vera rosalega strembið en skemmtilegt.
Núna er næsta mál á dagskrá og það er að ljúka kennslu í BHS þrír dagar eftir og ég get ekki beðið... er ljótt að segja það???
En allavega þegar því er lokið taka verkefnin í NKN við og ég hlakka mikið til þess að einbeita mér að þeim.
Keðja Inga