23. ágúst 2007

Sigurbergur og Einar skemmtu sér á leiknum


Myndin er tekin á leik Ísland - Canada sem lauk 1-1. Ágætis skemmtun. Það besta var að hafa boðið Einari með á leikinn. Hann skemmti sér vel með frænda sínum, þeir voru vel merktir og fóru meira að segja yfir til stuðgrúppunnar sem var vinstra megin í stúkunni.

Í hálfleik fór ég með þá frændur upp í veitingarnar, ég var semsagt með boðsmiða. Nema hvað þegar við komum inn þá segi ég strákunum að fá sér það sem þá langar í. Vísa þeim á gosið og svo hvar muffins og kleinurnar eru. Einar ljómaði allur í framan og spurði hvort þetta væri frítt. Hann var aldeilis hissa drengurinn. Þetta var toppurinn á kvöldinu, það sagði hann mér þegar leiknum lauk og við vorum að fara heim. Honum fannst við svo ótrúlega heppinn að fá frítt gos og muffins.