

- Sjóstöng á Reykjanesinu á Bárunni í sól og blíðu sáum hval, súlur og skarfa. Pabbi fór með tvö holl, fyrst Baldur og Ögmund og þeirra börn. Síðan mig, mömmu, Hleiðar, Sindra Snæ og Sigurberg.

Menningarnótt. Byrjuðum á Listasafni Einars Jónssonar, Skólavörðustígurinn með samlokum og svala, Arnarhóll og tískusýning, Ingólfstorg og danskennsla frá Skotlandi, Ráðhúsið með færeyskum dönsum, til baka á Miklatún og svo flugeldasýning þar sem við fórum á bílnum niður í Borgartún og röltum niður að strönd.
Frábær dagur og strákarnir svo skemmtilegir, þó maður sé bara 8.ára þá fer maður úr íþróttajakkanum á Miklatúni og í gráa hettupeysu eins og stóru strákarnir. Ótrúlega fyndið, kom mömmu sinni gjörsamlega á óvart. haha
