19. ágúst 2007

Menningarnótt












  • Sjóstöng á Reykjanesinu á Bárunni í sól og blíðu sáum hval, súlur og skarfa. Pabbi fór með tvö holl, fyrst Baldur og Ögmund og þeirra börn. Síðan mig, mömmu, Hleiðar, Sindra Snæ og Sigurberg.




Ég, mamma, Bryndís, Sigurbergur og Sindri Snær fórum saman á
Menningarnótt. Byrjuðum á Listasafni Einars Jónssonar, Skólavörðustígurinn með samlokum og svala, Arnarhóll og tískusýning, Ingólfstorg og danskennsla frá Skotlandi, Ráðhúsið með færeyskum dönsum, til baka á Miklatún og svo flugeldasýning þar sem við fórum á bílnum niður í Borgartún og röltum niður að strönd.
Frábær dagur og strákarnir svo skemmtilegir, þó maður sé bara 8.ára þá fer maður úr íþróttajakkanum á Miklatúni og í gráa hettupeysu eins og stóru strákarnir. Ótrúlega fyndið, kom mömmu sinni gjörsamlega á óvart. haha