19. ágúst 2007

Manchester 10-13.ágúst











  • Fjölskyldan að fara í sumarfrí saman, síðast fórum við 1996 þegar Bjarni var í fríi frá boltanum. Hef alltaf farið ein með börnin og ásamt vinum og vandamönnum.


    10.ágúst


    Flogið til Manchester 17:30, komin á hótelið frekar seint, gengum einn hring niður í miðbæ og fengum okkur svo snarl á hótelinu.


    11.ágúst
    Vöknuðum í morgunmat og fórum með stelpunum í verslunarleiðangur. Sigurbergur fékk flotta skó með litlum hjólum undir og vakti mikla athygli þar sem hann renndi sér um á þessum fínu skóm.


Skildum stelpurnar eftir í búðunum og fórum í parísarútsýnishjól, varð smá lofthrædd og fannst þetta ekkert sérlega spennandi. Gaman að sjá yfir borgina en einn hringur hefði dugað mér, þeir urðu fimm.


Fór með Sigurberg á vísindasafnið til að brjóta upp daginn fyrir hann, hefði ekki enst lengi á kaffihúsum að skoða mannlífið. Við tvö skemmtum okkur mjög vel og hefðum getað verið lengur.
Hittum stelpurnar rétt áður en búðum lokaði fórum upp á hótel og ákváðum að borða á Tælenskum veitingastað um kvöldið.



12.águst (Game Day) (Fæðingardagur Sibbu-hefði orðið 70.ára)
Manchester - Reading kl. 16:00
Fórum seint á fætur, fengum okkur morgunmat seint og fórum svo á Old Trafford. Byrjuðum að fara í búðina og keyptum okkur boli og eitthvað drasl. Síðan vöfruðum við um svæðið og hittum frábæran karl (breta) sem er mikill aðdáandi rauðu djöflanna, búinn að vera fastagestur á leikjum í fimmtíu ár. Var með sérsmíðað úr sem minnti á United og svo toppaði allt þegar hann sagði mér stoltur frá því að hann bauð konunni sinni út að borða og í yfirlitsferð um Old Trafford í tilefni 70.ára afmælis hennar. Konan hafði aldrei á ævi sinni farið á fótboltaleik fyrr en þann dag. Þetta var yndislegur karl og hefur örugglega átt góðan dag á afmælisdegi konunnar. haha.
Leikurinn var ekkert sérstakur, en það var frábært að koma á völlinn innan um 76.500 manns. Ég fílaði mig alveg í botn og fannst þetta mjög gaman.



Erfiðlega gekk að fá leigubíl heim og fjölskyldumeðlimir urðu voða tens yfir því ástandi. En það hafðist að lokum og við komumst á hótelið fyrir rest.

13.ágúst (Ögmundur afmæli-37.ára)


Fjölskyldan svaf út (nema ég) Brynja fór að skipta buxum sem voru of stórar og kom svo klukkutíma síðar. Ég, Bryndís og Sigurbergur gengum einn hring í Kínahverfið áður en við fórum á Old Trafford til að fara í leiðsögn um leikvanginn.
Leiðsögnin um svæðið var frábær, gaman að sjá alla staði þar sem þessir kappar eru að athafna sig. Hélt að mér myndi ekki fynnast þetta neitt áhugavert, en raunin varð önnur. Mér fannst þetta bara rosalega gaman og á örugglega eftir að fylgjast meira með liðinu eftir þessa ferð.

Við fórum svo í verslunarmiðstöð, stelpurnar þurftu að brenna aðeins meira af peningum. Við hjónin ráfuðum bara um með Sigurberg og létum okkur leiðast.
Fórum á hótelið til að sækja töskurnar okkar, Bryndís afrekaði það að týna miðunum af töskunum en ég með minni alkunnu ljúfmennsku fékk þær afhentar.

Sigga sys sótti okkur á flugvöllinn og við vorum komin í rúmin okkar fyrir kl. eitt um nóttina.