23. ágúst 2007

Dagurinn í dag

Byrjaði daginn á að koma Sigurbergi í skólann. Hljóp hringinn í kring um fjallið Þorbjörn. Las öll dagblöðin. Setti í þrjár vélar, tók til í bílskúrnum, nú kemst fellihýsið fyrir. Baldur og Sólveig María komu í heimsókn og fengum við okkur snarl í hádeginu. Sló blettinn, bjó til fiskibollur úr 5 kg af þorski frá pabba. Var með gamla uppskrift en átti ekki kartöflumjöl, svo að ég bjó bara til nýja uppskrift og heppnaðist hún vel...
Hakkaði fiskinn og 2 lauka, 2- 3 bollar hveiti, salt, brauðrasp, sítrónupipar og smá mjólk. Steikt á pönnu uppúr smjöri og smjörlíki. Setti svo í eldfast mót inn í ofninn í 20 mín. Bjó til brúna sósu og sauð kartöflur.

Brynja borðaðið kvöldmat með okkur Sigurbergi en Bryndís var að keppa í knattspyrnu.
Við mamma kíktum svo í kvöldkaffi til frænku og þar með var dagurinn búinn.