14. október 2007

Tónleikar og landsleikur

Gunnhildur Halla Baldursdóttir organistinn í kirkjunni okkar hélt tónleika sl. föstudag. Hún spilaði 3.verk á orgelið og síðan söng hún við undirleik Julians eiginmanns síns. Hún er frábær söngkona og var æðislegt að heyra hana syngja. Kirkjukórinn söng tvö lög og gekk það vel.
Svo var landsleikur í gær Ísland-Lettland, við fórum sex saman á völlinn. Svekkjandi að Ísland skyldi ekki ná að gera betur, þeir voru mjög góðir í seinni hálfleik en vantaði herslumuninn.
Annars voru örfáir íslenskir áhorfendur dónalegir við Lettneska áhorfendur og var leiðinlegt að horfa upp á það. Lettarnir voru með stóran fána sem að skyggði stundum á og fór það í taugarnar á sumum (enda þá var staðan orðin 1-4). Starfsmenn vallarins voru viðbúnir öllu í leikslok ásamt lögreglunni og var allt stoppað í fæðingu.
Annars er helgin búin að vera mjög fín, afmælisboð á föstudaginn, matarboð í gær, vinkonubrunch í dag og afmæli á Rekagrandanum eftir hádegi. Við mæðginin kíktum í Kolaportið og keyptum okkur bækur og röltum um. Hittum engan sem við þekktum, sem er frekar óvanalegt. Systurnar voru að vinna í Bláa Lóninu þessa helgi og misstu því af öllum veisluhöldunum sem og húsbóndinn sem er í sinni vinnu.