9. október 2007

Að vera tvíburi og þurfa að deila ýmsu

Á maður að vorkenna þeim fyrir að vera tvíburar? Þær fengu bílinn sinn í dag. Önnur keyrði heim úr bænum og svo tók hin bílinn og fór á rúntinn með sínum vinkonum og skyldi systir sína eftir heima frá hádegi að kvöldmat. Af hverju geta þær ekki farið saman á rúntinn fyrsta daginn með nýja bílinn sinn.
Þetta verður skrautlegt en ég ætla að passa mig á að vera ekki að skipta mér af þeim. Ég verð bara að láta þær um þetta.
En bíllin er svakalega flottur.
Ég er svo að spá hvað þær hafa þurft að deila með sér í gegnum árin... þær hafa aldrei átt neitt saman nema köttinn. Þær fengu alltaf sitthvort hjólið, rúmið, herbergið, sjónvörp o.s.frv.aldrei neina sameiginlega gjöf.
Það reynir því á núna að þurfa að deila með sér heilum bíl. Vinkonur mínar sem eru tvíburar áttu saman bíl á unglingsárunum og það var ekkert vandamál.

Látum á þetta reyna.. ; - )