12. október 2007

Of vel gefin til að fá mér hund!!!

Stelpurnar komu með skilaboð til mín frá tengdapabba að ég væri of vel gefin til að fá mér hund, honum líkar ekki við hunda.
Ég veit ekki hvað margir eru búnir að koma með rök gegn því að ég ætti að kaupa hundinn. Stór hundur, stór kúkur voru ein rökin. Hvar á hann að vera þegar þið eruð ekki heima? Hver á að fara með hundinn út? Kostar mikla peninga! Tími til að fara á námskeið með hundinn! Allir á heimilinu verða búnir að missa áhugann eftir 2.vikur! Lendir allt á þér! Stéttinn verður slímug og grasið verður ...! o.s.frv.
En ástæðan fyrir því að ég ætla ekki að kaupa hundinn er að húsbóndinn vill ekki hund. Ekki er grundvöllur fyrir því að koma með hund á heimilið sem verður svo stór og fyrirferðarmikill í óþökk annarra sem búa á heimilinu.
Við Sigurbergur leysum málið þannig að við fáum Glóa labradorhund sem er í fjölskyldunni og förum með hann út að ganga og pössum hann þegar þau fara í frí. Það verður að duga í bili.

Ég held að mig langi ekki nógu mikið í hund til að vera að rökstyðja það að eiga hundinn við allt þetta fólk sem stendur mér næst og er mjööööög svo neikvætt.
Áhrifagjörn...já.