5. nóvember 2007

Styttist í Danmörk og próf

Síðasta vika var þokkaleg, fannst ég reyndar alveg lost í skólanum en segi ekkert um það meir á þessum vettvangi.
Matarboðið hjá Klúbb 69 sl. föstudag heppnaðist flott og var djammað langt fram á nótt.
Messað var á sunnudaginn og svo notaði ég helgina mest í að endurlesa námsefnið.
Var að senda inn auglýsingu til VF um tónleika sem verða í kirkjunni 15.nóv, en þá ætlar Magnús Þór Sigmundsson að halda tónleika í boði Stofnsjóðs séra Páls Þórðarsonar og Sóknarnefndar kirkjunnar.
Næsta sunnudag kemur Lúðrasveit frá Noregi í heimsókn í sunnudagaskólann og er ég búin að setja tilkynningu um það á vef kirkjunnar.
Bjarni er komin með nýjan Jeppa og gamli komin á sölu, ég mun sakna hans hversu fáránlegt sem það er. En hinn er reyndar miklu flottari.
Við Sigurbergur erum búin að kaupa miða á leikinn í Köpen og panta hótel.
Svo er bara prófalestur framundan og ég fíla það í botn.