8. október 2007

Menningarhelgi : - ) og nýr bíll handa Tvíbbunum.

Helgin byrjaði á tónleikaferð með mömmu, pabba og Siggu systir. Fórum á afmælistónleika í íþróttahúsinu í Keflavík. Þar var Sinfóníuhljómsveit Íslands að spila, ásamt eldri lúðrasveit tónlistarskólans, Karlakór Keflaíkur söng og einnig Davíð Ólafsson sem var stórkostlegur.
Ég þekkti fullt af andlitum í Sinfóníuhljómsveitinni síðan ég var á námskeiðum með Sinfóníuhljómsveit Æskunnar fyrir 20 árum (vá hvað er langt síðan). Gaman að sjá hvað margir úr þeim hópi eru orðnir atvinnuspilarar.


Saumaklúbburin skellti sér á Þingvelli í gær í sumarbústaðaferð og áttum góðar stundir, borða, ganga, lesa, prjóna, spila, lita, baða, borða, drekka... mjög flott ferð hjá okkur. 100% mæting. Ég fór snemma heim til að syngja með kirkjukórnum í fjölskyldumessu og skírn. Síðan fór ég út að hjóla, tók til á heimilinu(meira að segja inni hjá systrunum) og las nokkrar greinar. Helgina endaði ég svo í Grafarvogskirkju á tónleikum með Gilles Apap fiðluleikara. Þetta voru magnaðir tónleikar til styrktar UNIFEM. Gilles fór á kostum með fiðluna sem og Hjörleifur Valsson ásamt Íslensku kammersveitinni og Bardukha.

Bjarni og börnin eru búin að vera fyrir austan hjá tengdapabba alla helgina og koma heim í fyrramálið. Þá tekur við landsleikjatörn í vikunni og leikur við Lettland á laugardaginn.
Það er alltaf nóg að gera á þessum bæ, ekki hægt að segja annað.
Stelpurnar fá svo bílinn sinn á morgun, stór dagur hjá þeim. Þær völdu sér rauða Hondu Jazz.