3. september 2007

Ljósanótt liðin...skólinn byrjar á morgun

Smá yfirlit yfir helgina sem tókst mjög vel.
  • Fimmtudagskvöld- fór með Bryndísi og Sigurbergi í Smáralind
  • Föstudagur - fór á fund í HÍ með öðrum Meistaranemum og starfsfólki deildarinnar. Við Sigurbergur hjóluðum út í Keflavík og sáum kvölddagskránna á Duus túninu. Fengum heita kjötsúpu og hittum fullt af fólki.
  • Laugardagur- súpan gerð klár, hjólaði aftur með Sigurbergi og Rafni vini hans niður í bæ. Þeir sáu Kalla á Þakinu og fóru í tívolí tæki. Súpugestir byrjuðu að streyma inn uppúr kl. 18:00 og skrifuðu 37 sig í gestabókina. Flestir fóru á kvölddagskránna og sáu svo flugeldasýninguna. Nokkrir litu svo við áður en lagt var í hann á brautina til Reykjavíkur.
  • Sunnudagur - skoðaði listsýningar, keypti Færeyska prjónapeysu og fór í kaffi til Baldurs og Hörpu með mömmu. Við Sigurbergur sáum Astrópíu í Bíó Keflav.
  • Mánudagur - Fórum í Reykjavík í viðtal til Ásg. bíð núna eftir að byrja í skólanum.

kv Inga