10. september 2007

Ísland - Spánn 1-1

Vá hvað við skemmtum okkur vel á leiknum í gær : )
Liðið var mjög vel skipulagt og hver og einn virtist leggja sig 110% fram inná vellinum. Áhorfendur voru frábærir allavega í G-hólfinu og að sjálfsögðu stuðningsmannnasveitin sem stoppaði ekki allan tímann. Þetta var allt annað en í síðasta leik þar sem að trommusveitin stóð sig með prýði en bjánahrollur fór um mann þegar þeir fóru að bauna á áhorfendur sem að hreyfðu sig ekki.
Ég persónulega get ekki setið og klappað og hvatt allan tímann. Ég er smá einhverf og verð að einbeita mér þvílíkt að leiknum svo ég missi ekki af neinu. En ég tek samt oft undir og kann orðið öll lögin og klöppin : )
Langt síðan fólk hefur tekið undir í þjóðsöngnum eins og í gær, kannski var bara málið hvar ég sat í stúkunni, einhver önnur stemming þarna en þar sem ég hef verið áður. En það fengu allir boli með þjóðsöngnum áprentuðum aftan á og því gátu allir sungið með.
Vonandi fær Eyjólfur að halda áfram að byggja upp frábært landslið og Bjarni og Birkir að aðstoða hann við það.
Annars eru það sorgarfréttir að Ásgeir El lést í morgun. Það er svo stutt síðan hann stóð hérna inní stofu og var að spjalla við Bjarna um fótbolta. Ég finn svo til með Soffíu og strákunum sem eiga um sárt að binda, sem og öllum sem að þekktu þennan frábæra mann. Blessuð sé minning hans.