7. september 2007

Að vera nemi í Siðfræði : )

Jæja fyrsta vikan er liðin. Ég er nemi aftur eftir 10.ár. Fögin sem ég er skráð í eru
    • Hagnýtt siðfræði
    • Inngangur að heimspeki
    • Heimspeki kvikmyndanna
    • Málstofa
  • Samtals 15.einingar. Ég rata lítið um háskólasvæðið og er sem betur aðeins í aðalbyggingunni og þarf ekkert að fara neitt.
  • Ég tók að mér að vera skiptinema til halds og trausts og hitti hana í gær og aftur í dag. Hún er að læra íslensku og verður fram að jólum. Á mann og börn heima í Danmörku og er að láta gamlan draum rætast um að vera á Íslandi og læra íslensku.
  • Norsku listakonurnar eru ennþá hér hjá okkur en fara á mánudaginn.
  • Landsleikurinn er á morgun kl. 20:00 og Sigurbergur ætlar með frændum sínum á leikinn og hann hlakkar mikið til.
  • Ég er ógeðslega þreytt og lúin eftir þessa fyrstu viku sem heimspekinemi, finnst ég þurfa að hugsa svo mikið og lesa meira. En þetta er mjög áhugavert og spennandi og hef ég ekki fengið bakþanka eftir að ég tók þessa ákvörðun.