20. september 2007

Tvíburarnir orðnar 17.ára




Loksins eru dæturnar að fá bílpróf og ég þarf ekki að vera einkadriver lengur. Þvílíkt frelsi : - )


Ég sem kveið fyrir því að deila með þeim bílnum. Það var nú alger óþarfi því að ég á þetta fína hjól sem ég ætla að nota meira. Fer að sjálfsögðu ekki hjólandi í skólann en reyni að hjóla innanbæjar eins og ég hef tíma til. Þarf reyndar að fjárfesta í hjálmi.






Var að koma af kynningarfundi í Njarðvíkurskóla og alltaf þarf ég að láta það fara í taugarnar á mér að krakkarnir mega ekki leika sér á hjólum, brettum eða hjóla-línuskautum á skólalóðinni. Þau mega koma á þessu í skólann og fara á þessu heim. Það líður ekki á löngu þar sem það verður líka bannað af því að það er svo hættulegt. Við megum ekki verða eins og Ameríkanar þar sem að reynt er að forðast allt sem getur verið hættulegt með reglum. Það fara ekki öll börn í fótbolta eða eltingaleik. Ég held það ætti frekar að leyfa þeim að vera á öllum þessum græjum, kannski þá fari strákunum að líða betur í skólunum. Við erum reyndar að tala um skóla með 400 nemendur og það er örugglega ekkert grín ef að 100 nemendur eru á hættulegum brettum og öðru rúlludóti. Svo kannski ætti ég ekki að láta þessa tilteknu reglu fara í taugarnar á mér.

Ég er fegin að ráða því hvernig nesti drengurinn fer með í skólann. Ég reyni að hafa nestið sem fjölbreyttast, grænmeti eða ávexti eða brauð m. kæfu eða smurosti, stundum engjaþykkni (ég veit það er sykur í því og hvað með það) og stundum fer hann með skyrdrykk. Í skólanum fær hann svo að velja um mjólk eða vatn. Ég held að á meðan við sendum börnin ekki með boxin full af mat sem tekur óratíma að borða eða með sætabrauð og doritos þá fáum við að vera í friði með að velja það sem við sendum börnin með.