Á laugardaginn var úrslitaleikurinn í bikarnum þar sem að KR sigraði Keflavík. Stelpurnar okkar stóðu sig samt vel og var bara gaman að vera á vellinum.
Afmælishátíð Soroptimistaklúbba Mosfellssveitar og Seltjarnarness var haldin á Hótel Sögu 22. sept. Hátíðin heppnaðist mjög vel, frábær skemmtiatriði, veislustjórn, matur og félagsskapur. Við hjónin fórum svo niður í bæ um nóttina og hittum dóttur okkar sem var að fagna bikarleiknum með vinkonum sínum.
24. september 2007
20. september 2007
Tvíburarnir orðnar 17.ára
Loksins eru dæturnar að fá bílpróf og ég þarf ekki að vera einkadriver lengur. Þvílíkt frelsi : - )
Ég sem kveið fyrir því að deila með þeim bílnum. Það var nú alger óþarfi því að ég á þetta fína hjól sem ég ætla að nota meira. Fer að sjálfsögðu ekki hjólandi í skólann en reyni að hjóla innanbæjar eins og ég hef tíma til. Þarf reyndar að fjárfesta í hjálmi.
Var að koma af kynningarfundi í Njarðvíkurskóla og alltaf þarf ég að láta það fara í taugarnar á mér að krakkarnir mega ekki leika sér á hjólum, brettum eða hjóla-línuskautum á skólalóðinni. Þau mega koma á þessu í skólann og fara á þessu heim. Það líður ekki á löngu þar sem það verður líka bannað af því að það er svo hættulegt. Við megum ekki verða eins og Ameríkanar þar sem að reynt er að forðast allt sem getur verið hættulegt með reglum. Það fara ekki öll börn í fótbolta eða eltingaleik. Ég held það ætti frekar að leyfa þeim að vera á öllum þessum græjum, kannski þá fari strákunum að líða betur í skólunum. Við erum reyndar að tala um skóla með 400 nemendur og það er örugglega ekkert grín ef að 100 nemendur eru á hættulegum brettum og öðru rúlludóti. Svo kannski ætti ég ekki að láta þessa tilteknu reglu fara í taugarnar á mér.
Ég er fegin að ráða því hvernig nesti drengurinn fer með í skólann. Ég reyni að hafa nestið sem fjölbreyttast, grænmeti eða ávexti eða brauð m. kæfu eða smurosti, stundum engjaþykkni (ég veit það er sykur í því og hvað með það) og stundum fer hann með skyrdrykk. Í skólanum fær hann svo að velja um mjólk eða vatn. Ég held að á meðan við sendum börnin ekki með boxin full af mat sem tekur óratíma að borða eða með sætabrauð og doritos þá fáum við að vera í friði með að velja það sem við sendum börnin með.
Ég er fegin að ráða því hvernig nesti drengurinn fer með í skólann. Ég reyni að hafa nestið sem fjölbreyttast, grænmeti eða ávexti eða brauð m. kæfu eða smurosti, stundum engjaþykkni (ég veit það er sykur í því og hvað með það) og stundum fer hann með skyrdrykk. Í skólanum fær hann svo að velja um mjólk eða vatn. Ég held að á meðan við sendum börnin ekki með boxin full af mat sem tekur óratíma að borða eða með sætabrauð og doritos þá fáum við að vera í friði með að velja það sem við sendum börnin með.
17. september 2007
Vann ársmiða á Landsbankadeildina 2008
Í gær fór ég á leik Keflavíkur og Víkings. Í hálfleik var dregin út vinningur á happdrættismiða sem fylgdi aðgangsmiðanum...og ég vann : ).
Nú fæ ég frítt á alla leiki næsta sumar og get boðið einum gesti með mér. Þetta kemur sér vel, ég fer nefnilega á töluvert af leikjum í deildinni og það kostar 1200 kr. á hvern leik.
Nú fæ ég frítt á alla leiki næsta sumar og get boðið einum gesti með mér. Þetta kemur sér vel, ég fer nefnilega á töluvert af leikjum í deildinni og það kostar 1200 kr. á hvern leik.
13. september 2007
Við unnum : )
10. september 2007
Dagurinn í dag
Í stuttu máli:
- Keyrði Brynju í vinnuna (Bláa Lónið) very early
- Söng eina messu í Ytri Njarðvíkurkirkju
- Heyrði í mömmu
- Sótti Sigurbergs til Hleiðars
- Eldaði
- Bjarni kom í 7 klst leyfi og Charlotta kom í heimsókn
- Fór á rúntinn með Charlottu
- Borðuðum öll saman
- Baldur og Harpa komu með skvísurnar
- Allir fóru - ég horfði á sjónvarpið og S.B fór í bað
- Baldur kom og setti upp ljós í eldhúsinu (besti bróðir í heimi )
- Norsku pæjurnar komu úr bænum- ég fékk blóm : )
- Brynja kom úr vinnu
- Bryndís fór í vink.partý og S.B að s0fa
- Las fullt af bloggum : ) og er að fara að sofa... fínn dagur en frekar letilegur ... reyndar las ég eina bók og nokkrar greinar sem að nýtast mér í náminu.
Ísland - Spánn 1-1
Vá hvað við skemmtum okkur vel á leiknum í gær : )
Liðið var mjög vel skipulagt og hver og einn virtist leggja sig 110% fram inná vellinum. Áhorfendur voru frábærir allavega í G-hólfinu og að sjálfsögðu stuðningsmannnasveitin sem stoppaði ekki allan tímann. Þetta var allt annað en í síðasta leik þar sem að trommusveitin stóð sig með prýði en bjánahrollur fór um mann þegar þeir fóru að bauna á áhorfendur sem að hreyfðu sig ekki.
Ég persónulega get ekki setið og klappað og hvatt allan tímann. Ég er smá einhverf og verð að einbeita mér þvílíkt að leiknum svo ég missi ekki af neinu. En ég tek samt oft undir og kann orðið öll lögin og klöppin : )
Langt síðan fólk hefur tekið undir í þjóðsöngnum eins og í gær, kannski var bara málið hvar ég sat í stúkunni, einhver önnur stemming þarna en þar sem ég hef verið áður. En það fengu allir boli með þjóðsöngnum áprentuðum aftan á og því gátu allir sungið með.
Vonandi fær Eyjólfur að halda áfram að byggja upp frábært landslið og Bjarni og Birkir að aðstoða hann við það.
Annars eru það sorgarfréttir að Ásgeir El lést í morgun. Það er svo stutt síðan hann stóð hérna inní stofu og var að spjalla við Bjarna um fótbolta. Ég finn svo til með Soffíu og strákunum sem eiga um sárt að binda, sem og öllum sem að þekktu þennan frábæra mann. Blessuð sé minning hans.
Liðið var mjög vel skipulagt og hver og einn virtist leggja sig 110% fram inná vellinum. Áhorfendur voru frábærir allavega í G-hólfinu og að sjálfsögðu stuðningsmannnasveitin sem stoppaði ekki allan tímann. Þetta var allt annað en í síðasta leik þar sem að trommusveitin stóð sig með prýði en bjánahrollur fór um mann þegar þeir fóru að bauna á áhorfendur sem að hreyfðu sig ekki.
Ég persónulega get ekki setið og klappað og hvatt allan tímann. Ég er smá einhverf og verð að einbeita mér þvílíkt að leiknum svo ég missi ekki af neinu. En ég tek samt oft undir og kann orðið öll lögin og klöppin : )
Langt síðan fólk hefur tekið undir í þjóðsöngnum eins og í gær, kannski var bara málið hvar ég sat í stúkunni, einhver önnur stemming þarna en þar sem ég hef verið áður. En það fengu allir boli með þjóðsöngnum áprentuðum aftan á og því gátu allir sungið með.
Vonandi fær Eyjólfur að halda áfram að byggja upp frábært landslið og Bjarni og Birkir að aðstoða hann við það.
Annars eru það sorgarfréttir að Ásgeir El lést í morgun. Það er svo stutt síðan hann stóð hérna inní stofu og var að spjalla við Bjarna um fótbolta. Ég finn svo til með Soffíu og strákunum sem eiga um sárt að binda, sem og öllum sem að þekktu þennan frábæra mann. Blessuð sé minning hans.
7. september 2007
Hjólinu hans Sigurbergs var stolið í dag
Hjólinu hans Sigurbergs var stolið hér fyrir utan húsið í dag. Hjólið er grænt á lit (Mongoose) og líkist þessu hjóli. Við erum búin að leyta á öllum opnum svæðum í Reykjanesbæ. Vorum bjartsýn á að finna hjólið út í móa.
Ég lét lögregluna vita, veit ekki af hverju, fannst það eitthvað svo gáfulegt. En hvað áttu þeir að gera, sögðu mér að koma eftir helgi ef það skyldi finnast á víðavangi.
Ég varð svo pirruð yfir þessu ástandi að ég fékk hausverk og er enn með hann mörgum klukkutímum síðar. Þetta er eitthvað svo ömurlegt drengurinn fór á hjólinu í skólann kom heim á því kl. hálf tvö en uppgötvaði að það væri farið þegar við ætluðum að hjóla á fótboltaleikinn út í Keflavík. Stelpurnar voru að spila við Fjölni og við ætluðum að horfa á það.
Ég ætla að vona að það sé allavega ekki búið að henda því í sjóinn eða að skemma hjólið.
Ég lét lögregluna vita, veit ekki af hverju, fannst það eitthvað svo gáfulegt. En hvað áttu þeir að gera, sögðu mér að koma eftir helgi ef það skyldi finnast á víðavangi.
Ég varð svo pirruð yfir þessu ástandi að ég fékk hausverk og er enn með hann mörgum klukkutímum síðar. Þetta er eitthvað svo ömurlegt drengurinn fór á hjólinu í skólann kom heim á því kl. hálf tvö en uppgötvaði að það væri farið þegar við ætluðum að hjóla á fótboltaleikinn út í Keflavík. Stelpurnar voru að spila við Fjölni og við ætluðum að horfa á það.
Ég ætla að vona að það sé allavega ekki búið að henda því í sjóinn eða að skemma hjólið.
mynd tekin af cap.is
Að vera nemi í Siðfræði : )
Jæja fyrsta vikan er liðin. Ég er nemi aftur eftir 10.ár. Fögin sem ég er skráð í eru
- Hagnýtt siðfræði
- Inngangur að heimspeki
- Heimspeki kvikmyndanna
- Málstofa
- Samtals 15.einingar. Ég rata lítið um háskólasvæðið og er sem betur aðeins í aðalbyggingunni og þarf ekkert að fara neitt.
- Ég tók að mér að vera skiptinema til halds og trausts og hitti hana í gær og aftur í dag. Hún er að læra íslensku og verður fram að jólum. Á mann og börn heima í Danmörku og er að láta gamlan draum rætast um að vera á Íslandi og læra íslensku.
- Norsku listakonurnar eru ennþá hér hjá okkur en fara á mánudaginn.
- Landsleikurinn er á morgun kl. 20:00 og Sigurbergur ætlar með frændum sínum á leikinn og hann hlakkar mikið til.
- Ég er ógeðslega þreytt og lúin eftir þessa fyrstu viku sem heimspekinemi, finnst ég þurfa að hugsa svo mikið og lesa meira. En þetta er mjög áhugavert og spennandi og hef ég ekki fengið bakþanka eftir að ég tók þessa ákvörðun.
3. september 2007
Ljósanótt liðin...skólinn byrjar á morgun
Smá yfirlit yfir helgina sem tókst mjög vel.
- Fimmtudagskvöld- fór með Bryndísi og Sigurbergi í Smáralind
- Föstudagur - fór á fund í HÍ með öðrum Meistaranemum og starfsfólki deildarinnar. Við Sigurbergur hjóluðum út í Keflavík og sáum kvölddagskránna á Duus túninu. Fengum heita kjötsúpu og hittum fullt af fólki.
- Laugardagur- súpan gerð klár, hjólaði aftur með Sigurbergi og Rafni vini hans niður í bæ. Þeir sáu Kalla á Þakinu og fóru í tívolí tæki. Súpugestir byrjuðu að streyma inn uppúr kl. 18:00 og skrifuðu 37 sig í gestabókina. Flestir fóru á kvölddagskránna og sáu svo flugeldasýninguna. Nokkrir litu svo við áður en lagt var í hann á brautina til Reykjavíkur.
- Sunnudagur - skoðaði listsýningar, keypti Færeyska prjónapeysu og fór í kaffi til Baldurs og Hörpu með mömmu. Við Sigurbergur sáum Astrópíu í Bíó Keflav.
- Mánudagur - Fórum í Reykjavík í viðtal til Ásg. bíð núna eftir að byrja í skólanum.
kv Inga
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)