Rósir síðan á Mæðradaginn - aldrei átt svona fínar rósir fyrr,
þær ætla að slá öll met þessar.
þær ætla að slá öll met þessar.
Íslenskur lopi.
Það er ekki allir svo lánsamir að eiga ömmur sem prjóna svona fallegar flíkur eins og börnin mín fengu frá sínum ömmum. Hér er smá sýnishorn. Íslenski lopinn stendur alltaf fyrir sínu.
Peysan mín sem Sibba (Sigurbjörg Bjarnadóttir) tengdamamma prjónaði 1994.Hér er önnur sem ég á og er prjónuð af Mömmu (Maríu Ögmundsdóttur) 2006.
Sibba prjónaði tvær svona á stelpurnar 1998 minnir mig. Þær voru heilar en Bryndís lét setja tölur á sína fyrir þremur árum.
Þessi var á Brynju, prjónuð af Sibbu 2002, hún var heil en við breyttum henni fyrir þremur árum.
Mamma prjónaði þessa á Sigurberg 2006 og vettlinga við.
Bjarni á þessa en hún er örugglega búin að endast í 25-30 ár.
Bjarni á þessa en hún er örugglega búin að endast í 25-30 ár.
Sokkar prjónaðir af Hrefnu frænku, (Einarsdóttur).