25. maí 2008

Gaman í Kolaportinu

Þá erum við búnar að prófa Kolaportið og ætlum að vera aftur á morgun, sunnudag. Við seldum slatta af fötum. Á morgun er markmiðið að losa okkur við sem mest og verðið verður aukaatriði.
Hérna eru svo fjórir skemmtilegir strákar í pössun og þeir eru allir komnir í háttinn, búnir að vera úti í fótbolta og körfubolta í 3 klukkutíma. Þeir voru samt ótrúlega spenntir fyrir Eurovision en gáfust upp á stigagjöfinni.
Ég seld eitt af lopavestunum sem ég er búin að prjóna og finnst ótrúlegt að einhver eigi eftir að ganga í einhverju sem ég bjó til : )
Það væri reyndar ljúft að vera komin austur á Norðfjörð núna til tengdapabba, það spáir svo æðislegu veðri þar á morgun.
kv Inga