Föstudagur- skilaði tveimur ritgerðum í HÍ (nú bara eitt próf eftir) -kósý kvöld, heima.
Laugardagur-hjólreiðatúr-kaffi til Ö og H- Sigurbergur í pössun hjá frændum sínum.
Fórum út að borða á Primo, héldum smá fyrirpartý og skelltum okkur á Bergásball í Offanum.
Mikið stuð, vaknaði með hausverk, ég hef ekkert úthald í svona djamm.
Sunnudagur - vöfflukaffi hér í Lágmóanum, fjölskyldan kíkti í kaffi og vöfflur. Helgin endaði svo á fótboltaleik í Kórnum þar sem við sáum Val sigra FH í Meistarakeppni KSÍ.
Mánudagur:Sigga Sess (litla sys) er að læra einkaþjálfarann hjá World Class. Hún ætlar að taka okkur mömmu í gegn, fyrsti tíminn var í morgun og lofar góðu.
Framundan er frekari lestur á J.S. Mills og Immanuel Kant, próf á föstudaginn. Dæmigert hvað veðrið er alltaf gott í maí-þegar prófin eru.
Annars er ég að fara að vinna í sumar hjá VF og byrja eftir viku. Á von á áhugaverðu og fjölbreyttu starfi.
kv IS