

Ég, mamma og Sigurbergur skelltum okkur í göngu með Nanný (Rannveig Garðarsdóttir) um Hópsnes. Nanný skipuleggur gönguferðir í sumar um Reykjanesið. Farið er frá SBK á miðvikudögum kl.19:00.

Mamma og pabbi voru mjög dugleg að fara með okkur systkinin á Reykjanesfólksvanginn þegar við vorum að alast upp, en ég man ekki eftir að hafa farið Hópsnesið áður.
Sigurbergi fannst mjög tilkomumikið að sjá skipsflökin sem höfðu kastast upp í fjöruna af miklu afli.