17. mars 2006

Tónleikar og leikrit sem ég er nýlega búin að sjá og heyra

  • Ég fór á Sigur rósar tónleikana í Laugardalshöllinni með dæturnar og það var alveg meiriháttar.
  • Ég fór á Garðar Thor Cortes í Grafarvogskirkju með mömmu, Siggu systir og Gerðu "frænku".
  • Ég fór á Just Julian núna sl. laugardag með Lillu vinkonu minni í kirkjukórnum.
  • 12.febrúar mættu Jóhann Friðgeir, Óskar og Ólafur Kjartansson ásamt Jónasi Þóri í Duus hús og héldu alveg meiriháttar skemmtilega tónleika.
  • 17.desember fór ég með mömmu, pabba, Siggu, Brynju og Bryndísi á Ég er mín eigin kona með Hilmi Snæ. Það var mjög sérstakt leikrit en rosalega vel leikið. Ég sofnaði eitthvað aðeins fyrir hlé því að þetta var ekki alveg að höfða til mín.
  • 25. febrúar fór ég með sóknarnefnd og meðlimum kirkjukórsins á Túskildingsóperuna í Þjóðleikhúsinu. Ég átti mjög erfitt með að halda mér vakandi á tímabili sagan fannst mér leiðinleg en verkið vel uppsett. Frábærir leikarar.

Segjum þetta rugl nóg í bili

Ingigerður Sæmundsd