Ég er búin að upplifa margar tilfinningaþrungnar stundir í boltanum, gleði og gífurleg vonbrigði. Skemmtilegustu stundirnar tengjast náttúrulega Tindastólsliðinu 1989 0g 1990 og Vestmannaeyjum 1997-2000. Við kynntumst á þessum árum yndislegu fólki og eigum svo margar góðar minningar. Þegar við bjuggum í eyjum þá voru gestir hjá okkur nánast hverja einustu helgi. Fólk notaði tækifærið til að koma til eyja sem er náttúrulega fallegasti staður á jörðinni.
Annars eru liðin sem Bjarni er búin að þjálfa eftirfarandi:
- Þróttur Neskaupsstað
- Eitthvað lið í Noregi ? man ekki hvað það heitir
- Tindastóll 1987-1990
- Grindavík 1991,1992
- Fram 1993
- Fylkir 1994
- Breiðablik 1995
- 1996 Frí
- IBV 1997,1998,1999
- Fylkir 2000, 2001
- Grindavík 2002, 2003
- Breiðablik 2004, 2005, 2006