17. mars 2006

Fótbolti

Ég hlakka ekkert smá til að fótboltatímabilið byrjar. Fyrsti leikurinn hjá Breiðablik er 15.maí og eigum við eftir að vera á öllum leikjum með þeim í sumar. Í fyrra fór ég aðeins á einn bikarleik með blikunum og það var uppá Skaga og þeir töpuðu. Eftir það þorði ég ekki að fara á leiki af ótta við að þeir myndu tapa.
Ég er búin að upplifa margar tilfinningaþrungnar stundir í boltanum, gleði og gífurleg vonbrigði. Skemmtilegustu stundirnar tengjast náttúrulega Tindastólsliðinu 1989 0g 1990 og Vestmannaeyjum 1997-2000. Við kynntumst á þessum árum yndislegu fólki og eigum svo margar góðar minningar. Þegar við bjuggum í eyjum þá voru gestir hjá okkur nánast hverja einustu helgi. Fólk notaði tækifærið til að koma til eyja sem er náttúrulega fallegasti staður á jörðinni.

Annars eru liðin sem Bjarni er búin að þjálfa eftirfarandi:
  1. Þróttur Neskaupsstað
  2. Eitthvað lið í Noregi ? man ekki hvað það heitir
  3. Tindastóll 1987-1990
  4. Grindavík 1991,1992
  5. Fram 1993
  6. Fylkir 1994
  7. Breiðablik 1995
  8. 1996 Frí
  9. IBV 1997,1998,1999
  10. Fylkir 2000, 2001
  11. Grindavík 2002, 2003
  12. Breiðablik 2004, 2005, 2006