17. mars 2006

Hugleiðingar um staðreyndir







Við keyptum Lágmóa 2 í apríl 2006 húsið sem að Trausti frændi byggði 1980. Við endurgerðum húsið að innan, brutum niður veggi, sameinuðum baðherbergi, settum ný gólfefni, nýja sólbekki, nýjar hurðar, nýja eldhúsinnréttingu og nýjar baðinnréttingar, ný salerni, baðkar og sturtu. Húsið er eiginlega alveg nýtt að innan, eina sem við létum alveg ósnert var þvottahúsið en við erum búin að fá hugmynd um að breyta því töluvert. Bílskúrinn er einnig alveg eins og hann var fyrir utan þessar frábæru bílskúrshurðar sem við keyptum.
Nágranni okkar smíðaði girðingu sem liggur á milli húsanna okkar og Bjarni er búin að kaupa gervigras til að setja á lóðina norðarnmegin.
Okkur líður mjög vel hérna eftir 13.ára búsetu í Mosfellsbænum og söknum í raun einskis. Ég held ennþá tengslum við Soroptimistana þar og fer mánaðarlega á fund í Hlégarð.


Ég hætti að kenna Borgarholtsskóla eftir 5 ára starf þar. Ég réði mig við Heiðarskóla í Keflavík og kenni núna stærðfræði og tölvunotkun. Mikill munur er á starfi kennarans í grunnskóla og framhaldsskóla. Ég er mjög hissa á launum kennarans og sé það að ég þarf að kenna eins mikið og ég get til að fá mannsæmandi laun. Ég er búin að fá 159 - 164 þúsund útborgað á mánuði.
Það er frekar lítið miðað við að vera búin að kenna í 8.ár, en svona er þetta bara. Ég er mikið að spá í hvort ég ætti ekki að fara í nám haustið 2007. Kenna í einn vetur í viðbót og sjá svo til.
Ég hef verið að skoða Djákna námið sem er í guðfræði deildinni í HI. Þórdís Ásgeirsdóttir Djákni í Mosfellsbæ útskrifaðist með mér úr KHÍ. Hún fór beint í Guðfræðideildina útskrifaðist sem Djákni og er að gera frábæra hluti í Mosfellsbæ.


Kveðja Inga