12. nóvember 2007

Körfuboltamót og langir dagar

Síðastliðna helgi var Sigurbergur að keppa í körfubolta í Grafarvogi. Það var mjög skemmtilegt mót. Kvöldvakan var fín, stjórnandinn er örugglega skáti, ég kannaðist allavega við leikina sem hann var með. Hann fékk krakkana með sér í allskonar hróp, köll og hvatningar.
Þegar við vorum búin að koma strákunum í sæng um kvöldið (í einni af skólastofum Rimaskóla) söng ég (að ósk sonarins ) eitt gamalt bull lag sem ég lærði í skátunum.

Textinn er í þessa átt:

Óli Skáti sat að áti,
sá gat heldur í sig látið
nammi namm nammi namm
stóra bita gleypti hann.

Af sælgæti át hann mest af öllu,
ís með hrís og pulsu með öllu.
nammi namm nammi namm
stóra bita gleypti hann.

Dag einn hjá Óla klikkaði maginn,
á kamrinum kúrðann allan daginn
slammi slamm, slammi slamm
stórum kúkum sleppti hann.

Strákunum fannst þetta svo rosalega fyndið.
Ég lofaði öðru bull lagi næsta dag ef þeir færu að sofa og það keyptu þeir.
Daginn eftir var alltaf verið að segja, mamma hans Sigurbergs, viltu syngja aftur fyndna lagið.

Ég man ekki eftir að mér hafi þótt þetta svona ofboðslega fyndið lag !


Við mamma mætum nú orðið í Massa lyftingasal þrisvar í viku á milli 6:30 og 8:00 á morgnana. Það er mjög hressandi og gaman að finna hvernig líkaminn styrkist allur, nú er bara að halda þetta út fram á vor : ),,, ég hef mín markmið !!!!

Við hjónin fórum saman út að hlaupa í síðustu viku, frekar skemmtilegt.
Ekkert matarboð var um helgina en næstu helgi er afmæli hjá Sigurþór frænda hans Bjarna. Hann verður 60.ára og við ætlum að heiðra hann á afmælisdaginn.

Langur dagur í skólanum á morgun og kóræfing um kvöldið, þetta er svona einn af þessum 16 klst. vinnudögum. Finnst best að koma heim ekki seinna en fjögur, hlusta á útvarp, lesa blöðin, setja í þvottavél, kíkja í bók, skipuleggja næsta dag, fara í búð og elda góðan mat. Stundum þegar ég er í stuði í miðri viku bíð ég upp á pönnukökur með sykri og sendi út skilaboð um kaffisamsæti í Móanum. Ég valdi það að eignast börn og eru þau og fjölskyldan það mikilvægasta í lífinu og meira að segja pönnukökur hafa góð áhrif á fjölskylduna.
Ef ég hefði valið að eiga ekki börn þá væri eitthvað annað mikilvægt í lífinu og ég myndi ekki hafa löngun til að gleðja neinn með pönnukökum,,,eða hvað?



Jæja nóg í bili, ætla að horfa á Eragon með Sigurbergi.