19. desember 2007

Dýr pakki til Ameríku

Fór á pósthúsið í gær með jólakortin og pakka handa fjölskyldunni í Ameríku.
Ég setti íslenskt nammi, bókina hans Oddgeirs Karls og íslenska brennivín í pakkann, eitthvað sem að veit að fellur í kramið.
Pakkinn vó um 4.kg. og kostaði 5.600 kr. að senda hann. Mér varð á orði að þetta væri nú ekki ódýrt. Þá sagði starfstúlkan þessa yndislegu setningu.... "Já þetta er rosalega dýrt það er miklu sniðugara að gefa fólki bara pening". Þetta var vel meint hjá henni og kæmi örugglega námsmönnum vel eða eitthvað svoleiðis. En málið var að ég var að senda amerískum milljónamæringum á feitum eftirlaunum smá glaðning frá Íslandi. Það hefði líklega ekki glatt þau ef ég hefði lagt 10.000 kr inná reikninginn þeirra. En þetta lítilræði sem ég setti í kassann gleður þau sem og myndir og handskrifað bréf með fréttum af fólkinu hér heima.