26. júní 2007

Knattspyrnumót 7.flokks




Við hjónin fórum með litla prinsinn á Kaupþingsmótið sem haldið var á Skaganum um helgina sl. Þetta var eitt skemmtilegasta knattspyrnumót sem ég hef varið á. Veðrið var frábært, skipulag mótsins skemmtilegt, þátttaka foreldra Njarðvíkinganna var 100% og stemmingin góð. Hér eru myndir af mótinu UMFN.IS.
Sigurbergur stóð sig vel í bakvarðarstöðunni, þeir voru svo nálægt því að sigra deildina sína og fá bikar. Þeir lentu í öðru sæti og hann sagðist hafa fengið tár í augun þegar Fylkismenn tóku við bikarnum.
Ég passaði mig á því að vera ekki að tala um þennan furðulega leik gegn Fylki sem endaði 5-4 fyrir þá. Í leiknum var Sigurbergur nefnilega tekin út af ásamt tveimur öðrum mjög flinkum strákum. Á c.a. 2 mínútum skoruðu Fylkisstrákarnir 3 mörk og staðan orðin 5-1.


Ég ætla bara ekkert að tjá mig um þetta meir hér. Já, ég er svakalega tapsár fyrir þeirra hönd og þeir eru 7 og 8 ára haha það verður einhverntímann grátið yfir úrslitum : ( En það er gaman að sigra og þarna var kannski eina tækifærið fyrir þessa frábæru fótboltastráka að vinna bikar á móti.


Á næsta ári förum við með hópinn til Eyja og mér skilst að það séu tveir peyjar fæddir 1998 sem að eru að æfa fótbolta hjá Njarðvík. Nú þarf bara að gera átak og fá fleiri stráka til að mæta á æfingar í 6.flokk.

Toppurinn á helginni var þegar fararstjórarnir og foreldrarnir fóru með hópinn niður á Langasand til að njóta sólarinnar, einn pabbinn kom með harmonikku og annar með sykurpúða og arinkubb, einnig fengu allir safa og prins póló. Stemmingin var mjög suðræn, minnti bara á Mallorcu.