26. júní 2007
Knattspyrnumót 7.flokks
Við hjónin fórum með litla prinsinn á Kaupþingsmótið sem haldið var á Skaganum um helgina sl. Þetta var eitt skemmtilegasta knattspyrnumót sem ég hef varið á. Veðrið var frábært, skipulag mótsins skemmtilegt, þátttaka foreldra Njarðvíkinganna var 100% og stemmingin góð. Hér eru myndir af mótinu UMFN.IS.
Sigurbergur stóð sig vel í bakvarðarstöðunni, þeir voru svo nálægt því að sigra deildina sína og fá bikar. Þeir lentu í öðru sæti og hann sagðist hafa fengið tár í augun þegar Fylkismenn tóku við bikarnum.
Ég passaði mig á því að vera ekki að tala um þennan furðulega leik gegn Fylki sem endaði 5-4 fyrir þá. Í leiknum var Sigurbergur nefnilega tekin út af ásamt tveimur öðrum mjög flinkum strákum. Á c.a. 2 mínútum skoruðu Fylkisstrákarnir 3 mörk og staðan orðin 5-1.
Ég ætla bara ekkert að tjá mig um þetta meir hér. Já, ég er svakalega tapsár fyrir þeirra hönd og þeir eru 7 og 8 ára haha það verður einhverntímann grátið yfir úrslitum : ( En það er gaman að sigra og þarna var kannski eina tækifærið fyrir þessa frábæru fótboltastráka að vinna bikar á móti.
Á næsta ári förum við með hópinn til Eyja og mér skilst að það séu tveir peyjar fæddir 1998 sem að eru að æfa fótbolta hjá Njarðvík. Nú þarf bara að gera átak og fá fleiri stráka til að mæta á æfingar í 6.flokk.
Toppurinn á helginni var þegar fararstjórarnir og foreldrarnir fóru með hópinn niður á Langasand til að njóta sólarinnar, einn pabbinn kom með harmonikku og annar með sykurpúða og arinkubb, einnig fengu allir safa og prins póló. Stemmingin var mjög suðræn, minnti bara á Mallorcu.
22. júní 2007
Fyrirlestur Daniels Tammets var í dag
Ég fór á fyrirlestur Daniels Tammets í dag. Fyrirlestrinum seinkaði um 45 mín vegna smá tækniörðugleika með hljóðkerfi salarins. Það var mjög fjölmennt á fyrirlestrinum og þurfti að færa okkur í stærri sal. Ég hef lesið einhversstaðar að þeir sem eru með Asperger þurfa að hafa allt í föstum skorðum og að tímasetningar þurfi að standast. En þessi seinkun hafði greinilega ekki áhrif á fyrirlesarann. Það var mjög gaman að hlusta á hann og heyra hvernig hann hefur náð að brjótast út úr einhverfunni og hvernig hann sér liti í kringum orð og tölur, samskynjun, þetta er svo magnað. Ég ætla að lesa bókina hans Born on a blue day núna í sumar, ásamt öllum siðfræði bókunum sem ég er búin að ná mér í.
Ólafur Stefánsson var með mjög skemmtileg lokaorð sem áttu að vera inngangur en þetta snerist eitthvað við. Hann var akkúrat með það sem að einhverjir kennarar hafa verið að að nota við kennslu sérstaklega þeir nýútskrifuðu. Hugtakakort, með orðum og myndum og táknum. Margir nemendur eru sérstaklega færir að útbúa svona kort. Ég sjálf bæði skrifa og teikna svo illa að ég nýt þess ekki að gera svona kort. Hef allavega ekki gert það hingað til en hver veit. Þetta er svo brilliant hugmynd.
Ólafur Stefánsson var með mjög skemmtileg lokaorð sem áttu að vera inngangur en þetta snerist eitthvað við. Hann var akkúrat með það sem að einhverjir kennarar hafa verið að að nota við kennslu sérstaklega þeir nýútskrifuðu. Hugtakakort, með orðum og myndum og táknum. Margir nemendur eru sérstaklega færir að útbúa svona kort. Ég sjálf bæði skrifa og teikna svo illa að ég nýt þess ekki að gera svona kort. Hef allavega ekki gert það hingað til en hver veit. Þetta er svo brilliant hugmynd.
19. júní 2007
Sumarið er komið : )
Hæ
Vorum að koma úr sumarbústað foreldra minna. Frábærir daga, Sigurbergur og Gunnhildur fóru að veiða og við fórum í stuttar gönguferðir. Potturinn var vel notaður og grillið líka.
Komum eiginlega sólbrennd heim.
Við erum að skipuleggja för 7.flokks á mótið sem verður á Akranesi um helgina. Við förum með 21.strák frá Njarðvík og verður örugglega mikið fjör.
Vorum að koma úr sumarbústað foreldra minna. Frábærir daga, Sigurbergur og Gunnhildur fóru að veiða og við fórum í stuttar gönguferðir. Potturinn var vel notaður og grillið líka.
Komum eiginlega sólbrennd heim.
Við erum að skipuleggja för 7.flokks á mótið sem verður á Akranesi um helgina. Við förum með 21.strák frá Njarðvík og verður örugglega mikið fjör.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)